Höður okkar varð tveggja ára í síðustu viku og vorum með afmæli um helgina. Ég er ennþá að átta mig á því að litla barnið mitt er orðinn krakki. Magnað hvað það er mikill munur á honum síðustu mánuði heldur en hefur verið síðustu tvö ár. Hann dúllar sér svo svo mikið meira, veit aðeins meira hvað hann vill og þarf ekki að láta halda á sér eins mikið. Það er svo mikill léttir – finnst ég allt í einu hafa aðeins meiri tíma því ég er ekki límd við litla molan minn.
Svona fyrst ég var að halda afmæli þá langaði mig að deila með ykkur hvað við buðum upp á.
- Bollur enda stutt í bolludaginn og Höður fæddist á bolludeginum 15.febrúar 2021. Tengdó bakaði bollur fyrir okkur en hérna er uppskrift frá Lindu Ben sem er bókað mjög góð, linkur hér
- Sjónvarpskaka – mig langaði svo mikið í sjónvarpsköku þannig ég varð að baka hana, ég notaði uppskriftina úr uppskriftabókinni hjá Lindu Ben, linkur hér.
- Sítrónukaka varð einnig fyrir valinu en hún var vegan að þessu sinni og vá hvað hún var góð! Ég notaði ekki birkifræ eins og í uppskriftinni því ég nennti ekki að gera mér ferð til að kaupa en mun 100% gera það næst svo góð! Ég notaði uppskriftina hjá veganistum og hún er komin til að vera – sítrónukökur eru í uppáhaldi hjá mér, linkur hér
- Síðan bakaði ég marens og bjó til karamellu og hellti yfir, linkur hér.
Ég reyni alltaf að kaupa einhverjar veitingar og ég elska að hafa brauð og salat svo ég fer í uppáhalds bakaríið mitt bakarís Gulla Arnars sem er í Flatahrauni og kaupi þar brauð og salat.
Vinsælasti rétturinn er samt lang einfaldasti en það er vegan maryland kex haha það virðist vera það sem mjög margir sem fá sér af og litlir gormar alsælir með. Ég keypti einn pakka síðast og núna tvo það var ekki nóg í hvorugt skiptin. Ég kaupi vegan því ég á litla frændur sem mega ekki borða mjólk og því reyni ég að hafa alltaf vegan valmöguleika fyrir þá. Það er mikið einfaldara en maður heldur að gera mjólkur og eggjalaust og komið svo mikið af góðum vegan uppskriftum.
Vonandi hjálpar þetta ykkur að plana afmælið ykkar!
Takk fyrir að lesa – Þangað til næst 🤍
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Instagram Tiktok Youtube