Mig langar að kynna ykkur fyrir vöru mánaðarins. Þetta er nýtt fyrir mér að vera með þennan lið þannig ef áhuginn verður mikill mun ég auðvitað halda þessu áfram 😊 Ég mun koma til með að fjalla um vörur sem tengjast heimilinu og skipulagi. Þessar vörur eru annaðhvort ofarlega á óskalistanum eða vörur sem ég hef keypt mér og slegið í gegn. Eitt munu allar þessar vörur sem ég skrifa um hafa það sameiginlegt að vera algjör snilld. Þannig endilega fylgist þið reglulega með svo þið missið ekki af 👌🏽
Að vöru mánaðarins✨
Hilla undir smjörpappír og annars konar fyrir heimilið.
Smjörpappírinn hefur aldrei átt góðan stað á mínu heimili. Örugglega fleiri í sömu stöðu😅. Hillan fer inní skáp og nýtist skápaplássið heldur betur! Hillan er frá merkinu Josep Josep. Þær vörur fást í Epal svo er hægt að kaupa þær víða á netinu 👌🏽
Vara mánaðarins í janúar ✨
Vara mánaðarins í janúar var klárlega Stasher pokarnir. Ég hef fjallað mikið um þá á insta story og meðal annars á blogginu og mæli ég mikið með þeim. Maður getur geymt allskonar í þeim og eldað á margskonar hátt 👌🏽
Ætla ekki að hafa þetta neitt lengra. Hlakka til að sýna ykkur hvaða vara verður í næsta mánuði.
Hafið þið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband 💕