Vara mánaðarins

Mig langar að kynna ykkur fyrir vöru mánaðarins. Þetta er nýtt fyrir mér að vera með þennan lið þannig ef áhuginn verður mikill mun ég auðvitað halda þessu áfram 😊 Ég mun koma til með að fjalla um vörur sem tengjast heimilinu og skipulagi. Þessar vörur eru annaðhvort ofarlega á óskalistanum eða vörur sem ég hef keypt mér og slegið í gegn. Eitt munu allar þessar vörur sem ég skrifa um hafa það sameiginlegt að vera algjör snilld. Þannig endilega fylgist þið reglulega með svo þið missið ekki af 👌🏽

Að vöru mánaðarins✨

Hilla undir smjörpappír og annars konar fyrir heimilið.

Smjörpappírinn hefur aldrei átt góðan stað á mínu heimili. Örugglega fleiri í sömu stöðu😅. Hillan fer inní skáp og nýtist skápaplássið heldur betur! Hillan er frá merkinu Josep Josep. Þær vörur fást í Epal svo er hægt að kaupa þær víða á netinu 👌🏽

Vara mánaðarins í janúar ✨

Vara mánaðarins í janúar var klárlega Stasher pokarnir. Ég hef fjallað mikið um þá á insta story og meðal annars á blogginu og mæli ég mikið með þeim. Maður getur geymt allskonar í þeim og eldað á margskonar hátt 👌🏽

Ætla ekki að hafa þetta neitt lengra. Hlakka til að sýna ykkur hvaða vara verður í næsta mánuði.

Hafið þið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband 💕

 

 

Þér gæti einnig líkað við