Mig langar til að segja ykkur frá geggjuðu outleti í netverslun sem ég rakst á um daginn og pantaði mér nokkrar flíkur frá. Ég var að tékka á síðunni þeirra rétt í þessu og outletið er enn í gangi. Ég veit ekki hversu lengi það verður, þannig að ég mæli með að hafa hraðar hendur.
Outletið er HÉR hjá Altis verslun og þarna munið þið meðal annars finna útivistarfatnað, íþróttafatnað, heilsuúr og skó frá merkjum eins og Under Armour, Seger, Polar og fleiri, fyrir alla fjölskylduna. Ég keypti mér sjálf hlaupabuxur, hlýrabol, síðermabol og hettupeysu, allt saman á einhvern tíu þúsund kall. Sem er náttúrulega brandari hér á landi fyrir svona gæðavörur.
Læt fylgja með hérna nokkrar myndir af flottum vörum sem má finna á outletinu.
Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi.
Takk fyrir að lesa