Útivistar- og æfingaföt á góðu verði

Ég rakst á netverslun um daginn með útivistar- og æfingafatnað á svo góðu verði að ég verð bara að segja ykkur frá henni. Verslunin heitir 4F og er einnig til húsa í Smáralindinni. Ég keypti mér göngujakka, tvennar göngubuxur og æfingatopp, og fyrir þetta allt borgaði ég litlar 11.984 kr. Ekki skemmir fyrir að sendingin til mín upp á Akranes kostaði ekkert, sem er alltaf mikill plús fyrir svona utanbæjartúttu eins og mig. Núna er í gangi lagersala og það er mikið úrval af vörum á 60% afslætti, þannig að það er um að gera að kíkja á úrvalið. Mig langar til að sýna ykkur það sem ég keypti:. 

Grænn regnjakki, ég fékk hann á 4.036 kr – fullt verð 10.090 kr

Ofur léttar göngubuxurmeð stroffi, fékk á 3.036 kr – fullt verð 7.590 kr

Ofur léttar göngubuxur, fékk á 3.356 kr – fullt verð 8.390 kr

Æfingatoppurmeð miðlungs stuðning, fékk á 1.556 kr – fullt verð 3.890 kr

Þið sjáið það á verðunum að jafnvel þó ekki væri lagersala, þá eru þetta rosalega góð verð hjá þeim. Ég er búin að prófa allar flíkurnar og fór til dæmis í jakkanum og öðrum buxunum upp í fjall um daginn og ég gæti bara ekki mælt meira með þessum fötum. Svo góð gæði og gott verð. Það er bara ekki hægt að biðja um meira. 

Happy shopping 🙂

Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi. 

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við