Uppáhalds veitingastaðir í La Zenia / Orihuela

Þrátt fyrir að við vorum að koma úr sumarfríi á blogginu þá erum við fjölskyldan ekki búin að fara í neitt sumarfrí. Við ætlum samt að fara í gott frí til Spánar og verðum íbúðinni okkar sem er staðsett í Orihuela. Við elskum staðsetninguna á íbúðinni og alltaf spennt að vera í henni.

Svo þar sem ég er bara í Spánar og sumarfíling langaði mig að deila með ykkur mínum uppáhalds veitingastöðum á þessu svæði.  

 1. Che Italia – er Ítalskur all you can eat staður þar sem þjónar labba á milli borða og bjóða manni pizzu eða pastarétti. Persónulega mæti ég bara fyrir pizzuna. Þessi staður er í La Zenia Boulevard (mollinu) á efri hæðinni.
 2. Browns cocktail bar – sjúklega góður matur, skemmtileg stemning og góðir kokteilar. Brunchinn var einn sá besti sem ég hef fengið! Þarft að panta borð á kvöldin og ath. börn eru ekki leyfð inn á staðinn á kvöldin og þar að leiðandi ekki barnastólar fyrir börn á daginn en þau eru velkomin þá og bíð spennt að fara í brunch! Staðsetning:Browns Cocktail And Gastro Bar https://goo.gl/maps/xN3FU7kLQjgQegB26
 3. Asian Kitchen – Mjög góður Asískur staður ég mæti þangað fyrir alla smá réttina og sushið en staður sjálfur er mjög flottur. Ég panta alltaf bao buns þarna uppáhaldið mitt. Staðsetning: https://goo.gl/maps/pmyWoRgbp9Ctj15M6
 4. SoleLuna- (hliðiná asian kitchen) Þessi staður er í rauninni ekki barna staður en Höður var meira en velkomin með okkur. Mjög góður ítalskur staður og hægt að kaupa hamborgara líka. Staðsetning: https://goo.gl/maps/7KSSi11bnL4gaELu9
 5. “Kínahúsið” – Þessi veitingastaður er í svona hefðbundnu kínverskuhúsi mjög flott og gaman að borða þarna og góður asískur matur og sushi. Restaurante Dinastía https://goo.gl/maps/UJtxXDvwEEcKJ2MH6
 6. Indverskur veitingastaður – mjög góður Indverskur staður og mjög indælir eigendur.
 7. Strandveitingastaður við La Zenia ströndina. Mjög góður og gaman að borða þarna með útsýni yfir sjóinn. Restaurante la Mirada https://goo.gl/maps/dW26bSGhdpjPPsXG8
 8. Rosee mjög flottur veitingastaður og langar að smakka meira þarna mjög kósý stemming. Rosee Club Café https://goo.gl/maps/TuMrR6ba5zWMewvt8
 9. Mjög góður staður við ströndina í Punta Primea – þau eru með minna fínan veitingastað þar sem er hægt að kaupa mjög góða hamborgara og samlokur. Síðan er líka fínni veitingastaður inn í sal þar en veit ekkert hvað er hægt að borða þar. Restaurante Punta Prima https://goo.gl/maps/vBxsJ2yYCJQPBdZj6

Hérna eru þó nokkrir sem ég hef ekki prófað enn þá en er spennt að kíkja á í haust.

 1. Þarna er hægt að fá acaiiskálar og avocado toast, sem er svo næs í hitanum spennt að prófa. Makai Cafe https://goo.gl/maps/zj7QXw2mVJbZnMxG9
 2. Er líka mjög spennt að prófa þennan Healthy dose https://goo.gl/maps/DZZJWq11WvmUdGwo8
 3. Þessi lýtur svo vel út spennt að smakka. POKÉ BEACH LA ZENIA https://goo.gl/maps/EbPvJ1XdpXvCr7tB7

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍 Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Instagram

Tiktok

Youtube

Þér gæti einnig líkað við