Uppáhalds barnaföt

Þegar ég eignaðist mitt fyrra barn þá pældi ég ekkert í gæðum á fötum. Ég keypti nánast allt það sæta sem ég kom auga á. Það kom alltaf í bakið á manni enda endust þessi föt ekki neitt. Fötin byrjuðu strax að hnökra og voru rosalega sjúskuð. Þetta þótti mér alveg ömurlegt þannig ég byrjaði að vanda valið. Ég forðast föt sem er eingöngu úr gerviefnum, því ég hef tekið eftir að þau endast ekki neitt. Gerviefnin er pólyester, nælon og akrýl. Ég myndi síðan ávallt lesa á miðann innan í fötunum og sjá úr hverju þau eru gerð 👌🏽

Með tímanum sá ég hvað fötin endust, þau koma nánast alltaf ný úr þvotti. Ég byrjaði að eignast mín uppáhalds merki og langaði mig að deila þeim með ykkur 🖤

 

Konges Sløjd

Soft Gallery

Lindex

Wheat

Kuling

Mad About Mini

 

MarMar

Huttelihut

 

Joha

 

Eftir að ég fór að vanda valið þá endast fötin svo miklu betur. Það sér ekki á þeim 👏🏼 Ég reyni eftir bestu getu að versla minna og hjálpar það að velja föt sem endast. 🖤

Hef þetta ekki lengra í dag 🖤

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við