Það hafa eflaust margir heyrt um og jafnvel prófað hið vinsæla Tiktok pasta. Ég prófaði þetta í kvöld en breytti uppskriftinni aðeins. Þetta var ótrúlega gott og hakkaði 5 ára stelpan mín þetta í sig. Í upprunalegu uppskriftinni er fetaost kubbur og tómatarnir ekki skornir niður og aðeins minna krydd en ég breytti þessu aðeins og var þetta ótrúlega gott.
Hráefni
- 1 askja rjómaostur (200 gr)
- 1 stór askja kirsuberjatómatar (500 gr)
- 2-3 hvítlauksrif (pressuð)
- 1 & hálf tsk pasta krydd (eða oregano)
- 1/2 dl olífuolía (ég setti samt meira – ekki spara olíuna, hún gerir réttinn enn betri)
- Smá salt og pipar
- 500 g pasta að eigin vali
- Fersk basilíka
Aðferð
- Setjið rjómaostinn í miðjuna á eldföstu móti. Skerið tómatana í tvennt og setjið í mótið í kringum ostinn ásamt olíu, hvítlauk og kryddi. Setjið í 180 gráðu heitan ofn í sirka 30 min eða þar til að osturinn er bráðnaður og tómatarnir mjúkir.
- Sjóðið pastað á meðan hitt er í ofninum.
- Pastanu svo hellt útí mótið og blandað vel saman.
- Saxið basilíku og dreifið yfir.
Ég átti smá piparost sem ég reif niður og blandaði við í lokin. Einnig tilvalið að nota afganga af rifnum osti til að blanda saman við.
Verði ykkur að góðu!
xo
Instagram–> gudrunbirnagisla