Þrifplan fyrir vikuna

Ég fékk góðar viðtökur þegar ég sýndi ykkur frá viku þrif listanum mínum. Mér datt í hug að deila honum með ykkur hér. Sjálf vill ég vera með plan heima fyrir og hafa það sýnilegt þar sem allir geta tekið þátt. Maður hefur líka miklu betri yfirsýn á hlutunum og minnkar tvíverknaður í þokkabót.

Hér getið þið prentað út og fyllt sjálf inn í. Síðan mæli ég með að plasta og kaupa tölustúss og hengja upp á góðum stað t.d. eins og á ísskápnum. Ég skal setja mína útgáfu hér fyrir neðan fyrir smá inspo 🖤

 

Ég er ekki með neitt skráð um helgar því ég vil eyða mestum tímanum með fjölskyldunni. Ég hef matar innkaup á þriðjudögum því ég bý út á landi og kemur nýr matur þá.

Mæli mikið með svona plönum ef þrifin eru að bitna á einum einstaklingi. Hérna heima hjálpast allir að 🖤

 

 

Hef þetta ekki lengra 🖤

 

 

Þér gæti einnig líkað við