Þorrablót

Um síðustu helgi skellti ég mér á þorrablót í sveitinni með tengdafjölskyldunni minni. Ég held ég hafi ekki farið á þorrablót síðan áður en Tristan fæddist. Covid gerði það auðvitað að verkum að það voru engin blót í einhvern tíma svo það var mjög gaman að komast loksins.

Ég borða ekki mikið af þorramatnum og sá matur sem ég borða yfirleitt á blóti má ég ekki borða núna svo ég var búin að fá mér að borða áður en að við mættum. En ég gat samt alveg fundið eitthvað sem ég gat borðað, eins og svið og sviðasultu. Mér fannst samt verst að mega ekki borða hákarl en ég elska hákarl og gæti borðað hann eins og nammi beint uppúr dósinni.

Skemmtiatriðin voru öll ótrúlega skemmtileg og Hljómsveit kvöldsins sá um ballið. Þeir voru mjög góðir og héldu uppi miklu stuði.

Mjög skemmtileg helgi að baki! Mæli með ef þú hefur tök á því að fara á þorrablót að skella þér.

Þér gæti einnig líkað við