Þættir á Disney +

Ég ákvað að slá til um daginn og fá mér áskrift að Disney+, bara svona til að prófa. Stundum finnst mér soldið erfitt að finna eitthvað á Netflix til að horfa á, og þar sem mánuðurinn hjá Disney+ kostar innan við 1500 kr, þá fannst mér ekki saka að kanna úrvalið. En svo er ég bara næstum búin að horfa meira á Disney+ heldur en á Netflix síðan ég keypti áskriftina. Það er svo mikið af klassískum og góðum þáttum þarna inn á, sem ég hef ekki horft á lengi og er búin að vera að horfa soldið á, upp á nýtt. Það er auðvitað einnig gífurlegt magn af Disney myndum þarna inni, Marvel myndunum, Star Wars myndum og svo má ekki gleyma fullt af gömlum og góðum bíómyndum, eins og til dæmis 10 things I hate about you. 

Ég geri kannski seinna ítarlegri færslu um hvaða bíómyndir eru á Disney+, en núna langar mig til að fara yfir hvaða gömlu góðu þætti má finna þar. Hér er listi yfir þá sem ég elska mest, og ég tek það fram að þessi listi er alls ekki tæmandi. 

Desperate housewives

Modern family

Revenge

Scrubs

Greys Anatomy

Family guy

 

Að hafa aðgang að öllum þessum þáttaröðum, er meira en nógu góð ástæða fyrir mig til þess að vera með áskrift að Disney+.

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við