Takk fyrir mig

Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að blogga hér á lady.is. Það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun, enda er ég búin að draga hana frekar lengi. 

Ég byrjaði að blogga með lady stelpunum í ágúst 2018 og er búin að birta á síðunni í kringum 170 færslur. Á þessum fjórum árum hefur mikið gerst á síðunni okkar og orðið margar breytingar á bloggurum. Hef ég þar af leiðandi fengið að kynnast svo mörgum frábærum stelpum sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Við hönnuðum sjálfar þessa síðu sem við erum að nota núna, og er ég mjög ánægð að hafa fengið að taka þátt í því lærdómsríka ferli. 

Þetta er búinn að vera svo skemmtilegur tími, en mér finnst að minn tími sé kominn til að hætta. Kannski mun ég einhvern tíma í framtíðinni stofna mitt eigið ferðablogg eða gera fleiri og betri ferða tiktok. Það er aldrei að vita hvað mér dettur í hug að gera. En ef þið viljið halda áfram að fylgjast með mér, æfingunum mínum. kisunum mínum og ferðalögum mínum, þá verð ég ennþá á instagram @rosasoffia        

Það verður svo ennþá hægt að fletta upp færslunum mínum á síðunni

Takk fyrir allt ♥️

 

 

Þér gæti einnig líkað við