Svona raðar þú fallega í hillurnar

Ég fjárfesti í sex hæða hillu inn á ganginn hjá mér. Það er komið rétt um ár síðan hún fór upp og hef ég aldrei verið ánægð með uppröðunina í henni. Ég er alltaf að færa og breyta til í henni en aldrei verið ánægð. Ég hef síðustu daga lagt í mikla rannsóknarvinnu hvernig maður getur bætt uppröðunar hæfileika sína. Ég hef skoðað margar færslur, tímarit og langar mig að deila með ykkur þeim ráðum sem ég hef lært á þessari vegferð.

 

  1. Taktu allt úr hillunni. Maður auðveldar mikið fyrir sér að hafa hilluna auða. Byrjaðu síðan á að þurrka allt ryk áður en þú byrjar að raða í hana. Hafðu hlutina í augsýn á meðan þú ert að melta uppröðina það auðveldar ferlið. Ef þú átt fallegar myndir sem komast hvergi fyrir upp á vegg þá er sniðugt að nota þær. Oft gott að byrja raða þeim upp í hillu og vinna sig út frá því.
  2. Veldu lita þemað. Oft er gott að miða við 2-3 liti. Horfðu í kringum þig, oft erum við með okkar liti í kring um okkur sem við höldum upp á. Til dæmis púðana í sófanum, styttur. Miðaðu út frá því. Ef manni gengur illa að velja liti þá er gott að halda sig við jarðliti. Síðan er alltaf hægt að bæta við litlum plöntum í fallegum potti.
  3. Veldu það sem þú elskar eða “ sparks joy“ eins og Marie Kondo segir. Það gleður alltaf augun að nota hluti sem þú elskar eða þykir vænt um. Það er líka hægt að eiga uppáhalds hlut sem á sér sögu. Hlutir með sögu eru alltaf skemmtilegir. Það liggur ekki á að fylla hilluna strax. Þannig bíddu með það að fara út í búð og kaupa eins og er inn á Pinterest. Þetta tekur tíma, stundum ár.
  4. Byrjaðu á stóru hlutunum. Ef þú átt fallega vasa, styttur byrjaðu á að finna stað fyrir þær. Skálar, stórar plöntur í pottum. Augun leitast oft að stórum hlutum fyrst. Þannig byrjaðu á stórum hlutum og prufaðu þig síðan áfram með litlu hlutina. Það getur hjálpað þér heilmikið með uppröðunina.
  5. Notaðu bækur. Bækur geta oft gert mikið fyrir hillur. Sniðugt að nota 2-5 saman og setja litla styttu ofan á þær. Hægt er að kaupa skrautbækur og velja sér út frá sínum smekk. Bækurnar hafa verið mikið notaðar upp á síðkastið sem smá fylling inn í hillur og koma þær alltaf vel út.

Smá inspo❤️

Ég ætla núna á næstu dögum að taka hilluna í gegn og fara eftir þessum ráðum. Ef þið eruð í sömu stöðu og ég gangi ykkur vel með þetta verkefni.

Hef þetta ekki lengra ❤️

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við