Svona hugsar þú vel um skartið þitt

Það eru ekki margir sem vita það að eitt sinn vann ég í skartgripabúð. Ég lærði þar allskonar fróðleik sem er ég rosa þakklát að vita í dag. Einnig kynntist ég mínu besta fólki þar og er ég rosa þakklátt fyrir minn tíma þar.

Núna þar sem jólin eru eftir mánuð þá datt mér í hug að skrifa færslu tengda skarti. Það fá margir skart um jólin og mörg bónorð verða um hátíðirnar. Ég vil gjarnan deila með ykkur smá fróðleik ef þið skyldið fá skart um jólin eða eigið fallegt skart 🖤

 

Hvítagull vs Gulagull

Hvítagull eru 18-20% dýrari en gulagull. Það fylgir hvítagullinu meira viðhaldskostnaður þar sem það þarf að rhodium húða það á ca 1-2 ára fresti. Rhodium húðin heldur hringnum svona silfruðum og gljáandi. Margir taka eftir því þegar húðin fer af þá myndast gul slikja á hringinn enda er hvítagull málmbanda af gulagulli. Gulagull er viðhalds minna en þó æskilegt að senda í hreinsun af og til.

Þegar þú færð skart með demanti þá á að fylgja með því demantskýrteini. Á skírteininu sérðu stærðina á steininum, hreinleika og þess háttar. Einnig fylgir hjá mörgum að koma tvisvar sinnum með hringinn frítt í skoðun og hreinsun. Það er mjög mikilvægt að koma með allt skart með demöntum, sérstaklega hringa í skoðun á 1-2 ára fresti til að láta yfirfara klærnar. Klærnar á hringum og eyrnalokkum bera það hlutverk að halda steininum á sínum stað. Með tímanum og mikilli notkun kemur slit á klærnar. Með því að fara reglulega með hringana og láta yfirfara kemur þú í veg fyrir að týna demantinum og fá háan kostnað vegna mikillra slita. Oft þegar skart er farið að flækjast í flíkum og þið finnið fyrir skörpum hornum þá er það oft merki um að klærnar eru slitnar. Ef þú hefur átt hring í mörg ár og steinninn dettur allt í einu úr þá er það vegna slita í klóm. Margir gera sér ekki grein fyrir þessu viðhaldi og halda oft að hringar haldi sér endalaust.

 

Er hægt að koma í veg fyrir slit?

Takið hringana af fyrir

  • Baðferðir.
  • Þegar þið ætlið að þrífa heima.
  • Fyrir háttinn.

 

Perluskart

Perluskart er afar fallegt en getur verið mjög viðkvæmt. Flest allar perlur eru límdar á skart, til dæmis á hringa og eyrnalokka. Annars tollir perlan ekki almennilega á. Með því að fara með perluskart í bað, gufu og þess háttar þá leysirðu upp límið. Þannig að perlan gæti dottið af. Ég veit ekki um hversu mörg tilföll ég fékk upp í vinnu þar sem konur vissu þetta alls ekki.

Men & keðjur

Regla númer 1,2 & 3 þegar kemur að hálsmenum er að taka þau af fyrir háttinn. Það kemur tog á nánast allar hálskeðjur þegar við sofum og með tímanum geta þær lengst um 3-5 cm. Á endanum teygist það mikið á keðjunum að þær slitni. Ef teygist mikið á keðjum geta þær slitnað á mörgum stöðum. Hægt er að laga keðjurnar með því að koma með þær í viðgerð en hafa skal í huga að það verður alltaf veikleiki þar sem kveikt var í slitinu.

 

 Ég vona þessi fróðleikur nýtist ykkur vel og allir hugsi vel um skartið sitt 🖤

Hafið þið einhverjar pælingar þá megið þið alltaf senda á mig 🖤

 

xx Sunna

 

 

Þér gæti einnig líkað við