Svefninn hjá Hlyni Atlasi

Mig langaði að koma með smá framhald af svefnþjálfuninni og hvernig það hefði gengið allt hjá okkur. Við höfðum lagt hart að því að fá Hlyn til þess að sofna sjálfan, eða amk í fangi eða við hliðiná okkur, þar sem hann var að vakna alltof oft á næturnar. Við höfðum fengið bakflæðislyf sem breyttu miklu, og barnið fór að sofa meira en 1-2 tíma í senn.

Staðan í dag hefur ekki mikið breyst. Í lok apríl/byrjun maí byrjaði Hlynur að fá í eyrun og hefur fengið eyrnabólgur núna amk einu sinni í mánuði síðan þá. Hann kippir sér yfirleitt ekki mikið upp við eyrnabólgurnar, en hann vill samt bara kúr og fá nándina. Því hefur hann meira eða minna sofið uppí hjá okkur upp á síðkastið. Við fengum síðan öll Covid í fyrsta skipti núna í ágúst síðastliðinn og við vorum öll frekar veik og þá var Hlynur bara mest í fangi og uppí allan tímann.

Við ætlum þó að fara að venja hann almennilega á sitt rúm aftur. Ég hef ekki treyst mér í það þar sem ég hef verið frekar mikið veik síðan við fengum Covid og því Hlynur er enn með í eyrunum. Við ætlum því að bíða aðeins, fá tíma hjá lækni þar sem Hlynur þarf líklegast rör og þegar öllum er farið að líða betur þá förum við í frekari svefnþjálfun. Það þýðir lítið að svefnþjálfa börn sem líður illa og eru veik, það er einfaldlega ekki mælt með því.

Með þessari færslu vildi ég bara varpa ljósi á það að það er allt í lagi að taka skref aftur á bak, ef það er það sem þarf. Stundum þarf að hægja aðeins á sér og leyfa hlutunum bara að hafa sinn gang. Það veldur okkur ekki svakalegum óþægindum að sofa öll þrjú saman í 140 cm rúmi, en væri betra ef allir fengju smá meira pláss. Þetta er tímabundið, okkur er öllum vonandi að fara að líða betur og það mun alltaf koma sá tími sem Hlynur mun sofa í sínu rúmi.

Takk fyrir lesninguna!

Freydís

 

Þér gæti einnig líkað við