Sumarlína ZARA – Á óskalistanum

Ég kíki reglulega inn á Zara appið og skoða það sem er í boði. Ég fékk tölvupóst frá þeim fyrir nokkrum dögum um að sumarlínan þeirra væri komin í sölu. Ég tók saman þær flíkur og skó sem voru að heilla mig og það sem ég væri til í kaupa sjálf. Ótrúlegt en satt þá var ég með fleiri hluti en þetta, en við látum þetta duga. Skórnir gætu verið merktir með nafninu mínu, finnst þeir allir trylltir!

Eins og ég sagði frá í þessari færslu að þá er meira í boði á appinu heldur en í búðinni hérna heima. Maður borgar ekki toll og upphæðirnar eru í íslenskum krónum. Það er hægt að fá sent heim til sín eða sækja í búðina. Ég er að elska þessa línu og ætla að fjárfesta í einhverju girnilegu hjá þeim.

Færslan er ekki kostuð eða í samstarfi

 

xo

 

 

 

 

 

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við