Ég kynntist nú fyrir stuttu einni vöru sem mér þykir hrein snilld. Alltaf erum við að vinna í því að nota minna einnota plast og byrja nota fjölnota og finnst mér þessi vara vera skyldueign inná hvert heimili. Það er hægt að nota hana á alla vegu, í eldamennskuna eða jafnvel undir snyrtidótið 👌🏽
Gríptu í poka með tilbúna ávexti í boostið 👌🏽
Fullkomið undir snyrtidótið 💄
Taktu með þér á æfingu 💪🏽
Í ferðalagið 🏖
Ef þú notar sous vide tæki myndi ég fjárfesta í svona pokum!
Stasher pokarnir eru einfaldlega of fallegir að mínu mati. Ég elska að finna vörur sem hægt er að nota á svona margvíslegan hátt. Ég er alveg hætt að kaupa litlu plastpokana í rúllu því ég hreinlega þarf ekki á þeim að halda lengur. Fyrir mitt heimili finnst mér nóg að eiga sex stykki. Pokarnir koma í allskonar litum, stærðum og gerðum. Ég mæli mikið með þeim enda tær snilld og gott skref í áttina að vera meira umhverfisvænn. Við eigum bara eina jörð og eigum við öll að minnka plastið ♻️
Ég hef þetta ekki lengra 💕
Pokarnir fást í Elko
**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**