Nú er farið að styttast í krílið hjá okkur og ekki seinna vænna en að hafa spítalatöskuna tilbúna. Ég er komin rétt tæpar 38 vikur svo krílið gæti farið að láta sjá sig hvenær sem er. Ég ákvað að deila með ykkur mínum lista yfir það sem mér finnst gott að taka með uppá sjúkrahús þegar kemur að fæðingu. Ég skoðaði nokkra lista á netinu sem ég nýtti mér ýmislegt úr og bætti svo við því sem mér fannst gott að hafa með síðast þegar ég átti. Þessi listi er kannski meira hugsaður fyrir þær sem búa út á landi, búa langt frá fæðingarstað og geta kannski ekki fengið heimaþjónustu þar sem þær búa. Mér finnst alltaf betra að hafa aðeins meira heldur en minna með mér ef eitthvað skyldi koma upp á, ef við þyrftum að vera lengur inn á sjúkrahúsinu eða fjallvegir væru lokaðir og við kæmumst ekki heim. Já þetta eru allt hlutir sem maður þarf að pæla í þegar maður býr úti á landi.
Fyrir barnið:
- Heimferðarsett
- Teppi
- Uglupoka
- Húfa + klórvettlingar
- Prjónuð húfa – Notuð fljótlega eftir að barnið fæðist
- 5x náttgallar í stærð 56
- 5x samfellur í stærð 56
- 3x léttar buxur í stærð 56
- 2x sokkar + 1x sokkabuxur
- 2x Taubleyjur+
- Snuð – Ekkert víst að við notum það strax
Fyrir mig:
- 2x kósý buxur (náttbuxur)
- 2x gjafabolir
- 1x kósý bolur
- 2x sokkar
- 2x gjafatoppar
- Nærbuxur
- Þæginleg föt til að fara í heim
- Sundföt
- Stuttbuxur
- Snyrtidót
- Sjampó + hárnæring
- Hárbursti + teygjur
- Varasalvi
- Tannbursti + tannkrem
- Lekahlífar + brjóstakrem
- Inniskór
Fyrir maka:
- 2x sett af auka fötum
- Sundföt
- Tannbursta + tannkrem
- Stuttbuxur
- Snyrtidót
- Inniskó
Annað:
- 2x Hleðslutæki
- Fjöltengi
- Ipad
- Heyrnatól/Airpods
- Nesti
Ég mæli með að tala við ykkar ljósmæður og athuga hvað er í boði fyrir ykkur og barnið á fæðingarstaðnum. Það getur verið misjafnt á hverjum stað. Annars er þetta auðvitað ekkert fullkominn listi, bara það sem hentar okkur. Ég fékk alveg að heyra það síðast þegar ég var að pakka í töskuna fyrir fæðingu að ég væri nú að taka allt of mikið með okkur. Ég hlustaði sem betur fer ekki á það því við enduðum á að vera á Akureyri í 6 daga áður en ég átti barnið og þá var mjög gott að vera með of mikið af fötum og dóti.