Spítalataska + tjékklisti

Nú styttist heldur betur í nýjasta fjölskyldumeðliminn og erum við öll orðin svo spennt! Ég er sett 15. nóvember og er voða mikið heima þessa dagana enda komin í sjálfskipaða sóttkví. Þetta ástand í samfélaginu ætlar engan enda að taka 🥺. Við fjölskyldan erum samt sem áður búin að vera frekar upptekin & búin að vera í smá framkvæmdum. Við erum að gera auka herbergi í íbúðinni okkar hérna í Hafnarfirði fyrir Klöru & verða þá þrjú svefnherbergi í íbúðinni. Ég dunda mér þessa dagana heima í hreiðurgerð og setti ég í spítalatöskuna núna um daginn. Ég er með mjög þægilegt skipulag fyrir spítalatöskuna sem mig langar að deila með ykkur. Allt sem ég tek með mér uppá spítala er hér fyrir neðan & ætti að vera ekkert mál að prenta út fyrir þá sem vilja nota sem tjékklista 😀

Fyrir mömmuna
☐ Bolir
☐ Buxur (meðgönguleggins & víðar kósí buxur)
☐ Nærbuxur
☐ Netanærbuxur
☐ Þægileg peysa eða langermabolur
☐ Gjafahaldari & toppur
☐ Inniskór
☐ Sokkar & kósí sokkar
☐ Vantsbrúsi
☐ Gatorade & snarl

Snyrtivörur
☐ Dömubindi
☐ Tannbursti & tannkrem
☐ Hárbursti
☐ Teygjur
☐ Sturtusápa, shampó & næring
☐ Svitalyktareyðir
☐ Krem (andlits & body)
☐ Varasalvi
☐ Brjóstakrem
☐ Brjóstainnlegg

Fyrir barnið
☐ Bleyjur
☐ Blautklútar
☐ Bossakrem
☐ 3x samfellur
☐ 3x náttgallar með áföstum sokkum
☐ 2x þunnar húfur
☐ 2x klórvettlingar
☐ 3x taubleyjur
☐ Heimferðarsett (húfa, peysa, sokkar, vettlingar) / ullargalli
☐ Teppi
☐ Bílstóll
☐ Bílstólapoki ( sérstaklega á veturnar)

Fyrir maka
☐ Auka föt
☐ Snyrtidót
☐ Hleðslutæki
Annað
☐ Hleðslutæki
☐ Kort (fyrir sjálfsalann)
☐ Lítil gjöf fyrir eldra systkini (geymi heima)

Gott að eiga til heima fyrstu dagana
☐ Nóg af bleyjum
☐ Nóg af dömubindum
☐ Undirbreiðslur
☐ Eyrnapinnar & krem fyrir naflaþrifin
☐ Bossakrem
☐ Snuð
☐ Hitamælir
☐ D-vítamín dropar
☐ Heitan & kaldan bakstur fyrir stálma
☐ Brjóstakrem
☐ Pela & þurrmjólk
☐ Tilbúin mat fyrir þreytta foreldra 😊

Netapokarnir sem ég held mikið uppá, allt á sínum stað og vel skipulagt. Pokarnir fást víða meðal annars í A4 og Eymundson.

Annars vona ég nú að ástandið fari að skána 🥺 Ég hef gefið mér lítinn tíma í að stressa mig á því hvernig þetta mun fara. Það róar mig aðeins að vera búin að gera þetta áður og ætla ég að fara frekar open minded uppá deild. Þið sem eruð á loka metrunum gangi ykkur rosalega vel ❤️ Ég ætla vona að makar fari að mega vera með okkur allt ferlið og tímar framundan verða bjartari ❤️

Hef þetta ekki lengra ❤️

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

Þér gæti einnig líkað við