Það eru frekar spennandi tímar hjá okkur fjölskyldunni! Í febrúar seldum við Atli húsið okkar og keyptum annað en það gerðist allt saman mjög hratt. Við vorum ekkert farin að huga að því að færa okkur eða langa til að kaupa annað en tækifærið kom upp í hendurnar á okkur á augabragði og við ákváðum að stökkva til.
Við afhentum gamla húsið okkar um miðjan september og fluttum þá heim til tengdamömmu þar sem við verðum tímabundið á meðan við tökum nýja húsið í gegn. Við fengum svo okkar hús afhent 23 október. Það er ansi margt sem við ætlum að gera og eru töluverðar framkvæmdir framundan hjá okkur. Þessar framkvæmdir koma til með að breyta eigninni rosalega mikið og erum við mjög spennt að sjá lokaútkomuna. Planið er að flytja inn fyrir jól, já jólin 2022, en til þess að það sé hægt þarf allt að ganga upp í þessum framkvæmdum. Við erum ótrúlega heppin með fólkið í kringum okkur sem er tilbúið að hjálpa okkur svo þessi draumur verði að veruleika!
Þetta húsamál er ekki það eina sem er spennandi í gangi hjá okkur núna. Fjölskyldan okkar stækkar í april en þá er von á litlu kríli. Já eins og það sé ekki nóg að taka hús í gegn þá er ég líka ólétt! En við erum alveg ótrúlega spennt fyrir framtíðinni og þessum verkefnum sem bíða okkar!
Fyrir þá sem vilja fylgjast nánar með framkvæmdunum þá sýni ég frá þeim á instagram > hafrunhalldors