Smoothie skál Ásu

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af því að búa mér til boozt eða smoothie. Nýlega hef ég frekar kosið að hafa þá aðeins þykkari svo hægt sé að setja hann í skál, eitthvað gott ofan á og borða hann síðan með skeið.

Það sem ég nota í smoothie skálina mína

  • 100 ml möndlumjólk eða önnur mjólk
  • 50 gr. grísk jógúrt
  • 80 gr. frosin berjablanda
  • hálfur banani
  • 1 skeið súkkulaði whey prótein
  • smá Xanthan gum til að gera hann þykkari (ekki nauðsynlegt)

Ég blanda mjólk, grískri jógúrt, berjum og banana í blandarann og þeyti mjög vel saman. Þegar þetta er búið að blandast vel bæti ég próteininu og Xantan gum við og þeyti smoothie skálina þangað til hún verður vel þykk (mér finnst best að hafa skálina vel þeytta).

Þegar ég er búin að þeyta þetta vel saman þá set ég blönduna í skál. Mér finnst mjög gott að setja smá múslí og ferska ávexti ofan á til að toppa þetta.

Hér notaði ég 15 gr. af múslí og nokkur jarðaber ofan á og er næringargildið svona;

  • Kaloríur 349
  • Kolvetni 36 gr.
  • Fita 9 gr.
  • Prótein 32 gr.

Mér finnst fullkomið að fá mér þessa smoothie skál í morgunmat eða hádegismat og finnst mér hún henta mjög vel eftir æfingu þar sem það er nóg af kolvetnum og próteini í henni.
Ég mæli með að prófa að breyta til og gera booztið aðeins þykkara en þið eruð vön, það er eitthvað svo gott við að setja eitthvað gott á hann og borða með skeið!
Ef ykkur vantar hugmyndir að hollu mataræði þá mæli ég með að skoða þessa grein sem ég skrifaði fyrr á árinu, þar kem ég með fullt af hugmyndum.

Þið getið fylgst með mér á Instagram en þar er ég dugleg að setja inn uppskriftir og mataræðið mitt!

Þangað til næst,
Ása Hulda

Þér gæti einnig líkað við