Skrifborð inní barnaherbergi

Klöru var farið að vanta stærra skrifborð inní herbergið sitt. Ég var farin að skoða eitt og annað á netinu og farin að pæla mikið í skrifborðum 😊

Áður en við fluttum keyptum við tvö ný náttborð sem áttu að fara inn í hjónaherbergi. Planið var að losa okkur við hin gömlu enda komin með leið á þeim. Það einhvern veginn gleymdist í öllu stressinu að losa okkur við þau og komu þau með í nýja húsið.

Sem betur fer komu þau með okkur því afhverju ekki að skella hvítri plötu yfir og búa til skrifborð 👏🏼. Við fórum í Byko og keyptum hvítt hilluefni sem kostaði 6 þúsund. Settum það ofan á náttborðin og er þetta fínasta skrifborð fyrir Klöru.

Erum rosalega ánægð með útkomuna 💕

 

Til að svara nokkrum spurningum :

Fiðrildaljósið – Zara Home

Elsu litabók – Costco

Standur fyrir hárspangir – H&M Home

Hælaskór – NEXT

 

** Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi. **

 

 

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við