Skipulagsbók fyrir brúðkaup

Ég pantaði mér þessa bók síðasta sumar þegar við vorum búin að negla niður dagsetningu fyrir brúðkaupið okkar. Ég er fyrst núna að nota hana almennilega, ég notaði hana síðustu mánuði aðallega fyrir gestalistann og minnisatriði. En núna styttist heldur betur í stóra daginn þannig að við erum komin á fullt að plana. Við fórum á fyrsta fundinn okkar í morgun með brúðkaups-skipuleggjendunum og gekk það mjög vel. Ég sagði aðeins frá því á Instagram-inu mínu en ég ætla setja allt tengt brúðkaupinu í „highlights“ þar.

Það fyrsta sem greip mig við þessa bók var útlitið á henni, já mér fannst hún bara svo rosa falleg. Hún er líka með gormum sem ég elska við bækur. Hún er mjög nákvæm og fullt af sniðugu í henni sem hjálpar manni að vera mjög skipulagður. Eina sem ég get sett útá hana er að hún er dálítið amerísk og á köflum pínu væmin en það er vel hægt að rífa þær blaðsíður úr sem maður ætlar ekki að nota ef maður vill.

Bókin er með svona „flipa“ sem er mjög þægilegt og skiptist hún niður í: our vision, the basics, guest planning, vendor planning, monthly planning, the big day og wedding memories.

Bókina keypti ég á Amazon og tók tvo daga fyrir hana að koma. Mér sýnist vera komin ný útgáfa af bókinni, allavega smá breyting á útlitinu en þið getið skoðað hana hér. Eins ef þessi er ekki að heilla ykkur þá er til fullt af bókum á Amazon, ef þið skrifið „wedding planner book“ í leitarkassann þá kemur fullt upp.

En ég mæli mjög mikið með að hafa svona skipulagsbók fyrir brúðkaup. Það er svo margt sem þarf að huga að, miklu meira en ég gerði mér grein fyrir og þá er gott að hafa bók sem heldur utan um allt.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við