Skemmtileg páskahefð

Eldri stelpan mín var tveggja ára þegar hún fékk að smakka sitt fyrsta páskaegg. Það hefur alltaf verið föst hefð hjá okkur að fela páskaeggin. Frá því að ég var lítil hafa eggin alltaf verið falin og fannst mér það mjög skemmtilegt. Ég vildi halda þeirri hefð áfram en bæta meiri spennu og ævintýri við.

Á páskadag þá kemur páskakanínan til okkar og felur öll eggin. Kanínan kemur snemma um morguninn. Hún nær oft að koma inn um opin glugga, því er mikilvægt að skilja eftir litla rifu á honum. Páskakanínan kemur oftast með frekar skítugar fætur inn eftir allt labbið og nær því að spora smá út. Fótsporin hennar leiða okkur svo að vísbendingunum og hefst svo fjörið.

 🐰

Stelpan mín bókstaflega elskar þetta og talar hún um þetta allan ársins hring. Það er svo dásamlegt að fylgjast með henni finna sporin og fara svo að leysa vísbendingarnar. Ég mæli ótrúlega mikið með þessu.

Þetta er ótrúlega skemmtilegt 🖤

Hef þetta ekki lengra 🖤

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við