Sítrónupasta

Ofur einfalt pasta þar sem öllum innihaldsefnunum er sett í pott og leyft að malla í nokkrar mínútur þangað til það er tilbúið.
Ég notaðist við steypujárnspott.

Sítrónupasta – Uppskrift fyrir tvo:

 • 300-400gr Pasta
 • Laukur
 • Hvítlaukur
 • Kókosmjólk í dós
 • Sítróna (Bæði safi og börkurinn rifinn niður)
 • 200-300ml vatn
 • Ólífuolía
 • Salt & pipar

Allt sem þarf. 

Aðferð:

 1. Laukur steiktur upp úr olíu þar til gullinbrúnn.
 2. Restinni sett í pottinn.
 3. Leyft að malla þangað til pastað er tilbúið, ca 15 mín (fer eftir hvaða pasta er notað)

Borið fram með klettasalati og parmesan.
Þetta er líka mjög góður grunnur. Hægt að bæta við kjúkling eða risarækjur út í.

Njótið 

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við