PUMA x KENZA

Kenza tilkynnti á Instagram síðu sinni í vikunni að hún væri búin að vera vinna í samstarfi við PUMA, að hanna sína eigin línu. Ég er búin að vera fylgjast með blogginu hennar Kenzu í mörg ár en hún heldur uppi síðunni kenzas.se. Ef ykkur finnst gaman að fylgjast með flottum bloggurum þá mæli ég með henni. Hún hefur unnið fullt af verðlaunum fyrir bloggið sitt og ekki að ástæðulausu.

Línan sem hún hannaði fyrir PUMA finnst mér einstaklega falleg. Blómamunstrið finnst mér mjög töff, alls ekki of væmið sem mér finnst oft vera með blómamunstur. Litirnir í línunni eru líka æði, fölbleikt og gyllt, mjög flott.

 

Kenza er ótrúlega dugleg og metnaðarfull en hún og maðurinn hennar ásamt tveimur öðrum störtuðu tískumerkinu Ivyrevel árið 2013. Ef þið farið inná Ivyrevel.com sjáið þið það sem hún og fyrirtækið hennar eru að hanna og selja.

Mig langaði til að deila þessu með ykkur því mér finnst hún bara svo mega flott og kúl. Ég myndi segja að fá að hanna sína eigin línu fyrir PUMA sé ansi mikill heiður.

xo
Guðrún Birna

 

Instagram –> gudrunbirnagisla

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við