Barnaherbergi fyrir litla prinsessu

Nú fer að líða að því að prinsessan okkar Hödda komi í heiminn en í dag eru 12 dagar í settan dag. Eins og ég hef talað um áður þá hefur biðin eftir þessari prinsessu verið löng og fórum við því mjög fljótt að undirbúa barnaherbergið fyrir hana. Við höfum verið að dúllast í barnaherberginu í marga mánuði og keypt smám saman þau húsgögn og hluti sem við vildum hafa inni í herberginu.

Núna styttist í komu hennar og herbergið hennar bíður klárt eftir henni. Mig langaði að sýna ykkur herbergið hennar þar sem ég hef fengið mjög margar spurningar um húsgögnin og hlutina sem eru í herberginu hennar á Instagram hjá mér en þar hef ég verið að sýna mikið frá undibúningnum.

Ég hef oft verið spurð út í kommóðuna sem við erum með inni hjá henni en kommóðuna fengum við í Ikea.
Kommóðan er með 6 rúmgóðum skúffum og því nægt pláss fyrir föt og annað og auðvelt að skipuleggja þau vel. Ekki skemmir fyrir að kommóðan er mjög stílhrein og falleg.

Hillurnar eru annað sem ég fæ reglulega spurningar út í. Við fengum hillurnar í Tekk og Habitat en við bættum við fataslá á aðra hilluna (sjá færslu hér).
Á fyrri hillunni erum við með næturljós sem gefur frá sér róandi hljóð og lög sem við fengum í Húsgagnaheimilinu (hér er tengill á svipað næturljós en við eigum lambið), fyrstu Nike skóna hennar og sparibauk sem ég átti þegar ég var lítil.

Á seinni hillunni erum við með með fataslá þar sem hægt er að hengja upp kjóla og aðrar flíkur. Herðatréin keyptum við í Húsgagnaheimilinu en mér fannst svo fallegast að hafa þau hvít.
Við fengum bókina Minningar í gjöf frá Von verslun en okkur hafði lengi langað að eignast svona bók. Síðan keyptum við þennan fallega fíla lampa til að hafa með á hillunni en hann fæst einnig hjá Von verslun.

Ég hef þurft að sannfæra Hödda mjög mikið um að hafa bast stólinn inni hjá henni en þetta er stóll sem ég var með inni hjá mér þegar ég var yngri. Ég átti mjög mikið af böngsum þegar ég var yngri og fær prinsessan að erfa þá alla, bangsa styttuna átti ég þegar ég var lítil og lampinn var gjöf frá ömmu minni og þykir mér alltaf mjög vænt um hann.

Leikmottuna fengum við í baby shower gjöf en hún fæst hjá Húsgagnaheimilinu. Ömmustóllinn er einnig keyptur hjá Húsgagnaheimilinu.
Myndin á veggnum var gjöf frá Ísbellan prints en á henni er íslenska starfrófið sem er myndskreytt á mjög fallegan hátt.

Ekki skemmir fyrir að dóttir okkar mun hafa gullfallegt útsýni út um gluggan en þar hefur hún útsýni yfir Rauðavatn!

Okkur langaði að hafa skiptiborð inni hjá prinsessunni en það er aðallega af því ég er svo veik í bakinu og þarf að hafa góða aðstöðu til að geta skipt á henni.
Skiptiborðið keyptum við í °Ikea og erum við virkilega sátt með það þar sem það tekur alls ekki of mikið pláss.
Við keyptum skipulagsbox, ruslafötu og annað í Ikea en það er hægt að finna margt sniðugt til að skipuleggja skiptiborðið þar.
Skiptidýnan og áklæðið sem er yfir hana fengum við bæði hjá Húsgagnaheimilinu en það smellpassaði að setja skiptidýnuna og 2 skipulagsbox á skiptiborðið.
Ef þið viljið sjá betur skipulagið á skiptiborðinu þá er ég með highlight á Instagram þar sem ég sýni frá skipulaginu í barnaherberginu og hvar allt var keypt.

Fallega myndin sem við erum með á veggnum er keypt hjá Petit.

Þetta gullfallega rúm keyptum við hjá Húsgagnaheimilinu. Það sem heillaði okkur mest við þetta rúm er að það er hægt að nota það alveg fram að 5-6 ára aldri. Rúmið er með 3 stillingum á botni og fylgja með 2 aukaslár sem hægt er að nota til að breyta rúminu svo barnið komist sjálft úr því (þá er það ekki lengur lokað í alla kanta með rimlum). Rúmið er aðeins stærra en hefðbundin rimlarúm en það er 70x 140 cm og því nýtist það svo lengi.

Það kom ekki annað til greina en að kaupa himnasæng en mér finnst þær gera svo mikið fyrir barnaherbegi. Himnasængina keyptum við hjá Von verslun.

Mér fannst vanta eitthvað fallegt á vegginn og var búin að skoða mig um þegar ég rakst á þessa fallegu vegglímmiða hjá Minimo. Það kom mér á óvart hversu auðvelt það var að líma þá á vegginn og var ég mjög ánægð með útkomuna!

Heilt yfir erum við bæði alveg virkilega ánægð með útkomuna og er herbergið orðið alveg klárt fyrir prinsessuna.
Við erum bæði búin að njóta þess í botn að dúllast í herberginu og gera það fínt fyrir hana og erum við bæði sammála að það var mjög gott að gera þetta hægt og rólega og kaupa þessa hluti smám saman.

Ef þið viljið fylgjast með lokametrunum á meðgöngunni og þegar prinsessan er komin í heimin þá mæli ég með að fylgja mér á Instagram <3

Þangað til næst,
Ása Hulda

Þessi færsla var ekki kostuð og það sem við fengum í gjöf kemur fram í færslunni. Vörur frá Húsgagnaheimilinu voru keyptar í gegnum samstarf í formi afsláttar

Þér gæti einnig líkað við