Páskar í Efstadal

Ég vona að allir hafi notið vel um páskana. Við byrjuðum páskahelgina á því að kíkja í heimsókn í sveitina til langömmu og langafa, alltaf jafn yndislegt að koma þangað og við duttum beint inn í nýbakaðar vöfflur. Krakkarnir kíktu svo með afa sínum í fjósið að skoða kálfana, Mikael er svo mikill sveitakall í sér að það kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði bóndi einn daginn haha. Við fórum svo í bústað í Efstadal með vinahjónum okkar og áttum alveg æðislega páska þar. Krakkarnir njóta sín alltaf í botn í bústaðnum og vilja helst aldrei fara heim, það er bara svo yndislegt að kúpla sig útúr hversdagsleikanum og fara aðeins í náttúruna og maður kemur alltaf svo endurnærður heim.

Það var alveg ískalt alla helgina en samt svo fallegt veður, Mikael og Ísabella voru mikið úti og létu ekki 10 stiga kulda stoppa sig ! Þeir feðgar fóru svo í fjallgöngu þar sem páskakanínan hafði verið og skilið eftir slóð af litlum páskaeggjum. Minn maður var ekkert lítið sáttur með það og sagðist hafa heyrt í henni hlaupa í burtu..

Þessa helgi var borðað mikið af súkkulaði, málað á egg og steina og farið ótal ferðir í heita pottinn.

 

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

Þér gæti einnig líkað við