Um daginn prófaði ég að panta föt á mig og Tristan af Shein.com. Mér finnst einhvern veginn allir vera að tala um þessa síðu svo mig langaði að prófa. Tristan er að stækka svo hratt og mér finnst ég varla vera búin að galla hann upp þegar fötin eru orðin of lítil svo það kæmi sér ansi vel ef fötin væru góð. Ég ákvað að panta bara nokkrar flíkur til að byrja með og ef ég væri ánægð með fötin gæti ég bara pantað aftur.
Ég er algjör sökker fyrir krúttlegum settum og valdi ég því nokkur núna, en það voru mörg önnur sem mér finnst falleg og átti í mestu erfiðleikum með að velja bara nokkur. Ég pantaði öll fötin á Tristan í stærð 80 og mig í L og nánast allt í sendingunni passaði.
Baby Bleach Wash Slant Pockets Jeans: Mjög sætar gallabuxur með lítilli risaeðlu á öðrum rassvasanum.
Baby Polka Dot Bow Tie Shirt Bodysuit With Suspender: Krúttleg spariföt sem ég hugsa að hann verði í um jólin í jólaboðum. Tristan á reyndar eftir að máta þau en miðað við hin fötin sem ég pantaði er ég nokkuð viss um að þau passi
Baby Striped And Dinosaur Print 3D Patched Hoodie & Sweatpants: Svo krúttlegt sett! Mér finnst litlir strákar í risaeðlufötum svo sætir! Smá vonbrigði samt með þetta sett því það var of lítið. Eina í sendingunni sem var of lítið á hann.
Baby Number Patched Color Block Bomber Jacket: Flottur töffarajakki.
Baby Boy Cartoon Lion Print Sweatshirt With Joggers: Fallegt en einfalt sett. Mjög mjúkt og þægilegt fyrir hann að vera í.
Floral Print Lantern Sleeve Belted Dress: Mjög sætur kjóll.
Tie Neck Floral Print Top: Væri til í að eiga þessa skyrtu í fleiri litum. Mjög þægilegt að vera í henni.
Allover Print Frill Trim Belted Dress: Ég er ekki alveg viss með þennan kjól. Mér finnst hann mjög flottur en aðeins of þröngur yfir axlirnar.
Ég á pottþétt eftir að panta aftur af þessari síðu. Sendingin var mjög fljót á leiðinni eða um eina viku. Eitt sem mér fannst mjög gott er að verðið sem gefið er upp á síðunni er loka talan sem pöntunin kostar. Það bætist enginn auka kostaður við þegar maður sækir á pósthúsið sem mér finnst mjög mikill kostur!