Overnight grautur sem slær í gegn hjá minni 7 mánaða

Við mæðgurnar eigum það sameiginlegt að elska að fá hafragraut þegar við vöknum á morgnana. Við erum yfirleitt báðar mjög svangar þegar við vöknum og finnst mér því best að eiga til eitthvað fljótlegt og hollt fyrir okkur að borða.

Overnight grauturinn hitti beint í mark hjá Hugrúnu og passa ég alltaf að eiga hann til inni í ísskáp. Ég bý alltaf til ákveðinn grunn sem er nægur skammtur fyrir 3 morgna hjá henni.

Grunnurinn (skammtur fyrir 3 daga hjá Hugrúnu)

40 gr. hafrar
3 tsk. chia fræ
1 1/2 dl. mjólk (ég nota möndlumjólk)
1 dl. vatn

Ég blanda öllu saman í box og passa að hræra vel og bleyta vel upp í chia fræunum. Ég mæli með að hafa ágætlega stórt box því chia fræin blása síðan út um nóttina og taka þá meira pláss.

Út í grautinn bæti ég síðan einhverju mauki sem ég er búin að útbúa og hnetusmjöri um morguninn.

Mangómauk eða epla og perumauk eru vinsælust hjá henni eins og er og passa ég að eiga alltaf annað hvort til inni í ísskáp til að nota um morguninn. Ég set alveg slatta af mauki út í grautinn og svo ca 1 tsk. af hnetusmjöri.

Ég er dugleg að deila frá mataræðinu mínu og Hugrúnar á Instagram, mæli með að ýta á follow ef ykkur vantar fleiri hugmyndir ♡

 

Þér gæti einnig líkað við