Óskalisti

Þá er september að fara að hefjast sem þýðir að það er stutt í afmælið mitt! Ég lagt það í vana að vera alltaf með óskalista en það einfaldar mikið þegar ég er spurð hvað mig langar í og nota hann líka oft sem hugmyndir til að gefa öðrum. Ég er með óskalista á pinterest sem er í opnu albúmi, en þarna bæti ég inn hlutum sem mig langar í sama hvað þeir kosta. Finnst sjálfri gaman að láta mig dreyma um dýra hluti sem ég á eftir að safna mér fyrir. Þar að leiðandi er ég alltaf með lista af því sem mig langar í og hugmyndir hvað ég get gefið öðrum. Mæli svo með að byrja á þessu! Svo gaman að halda utan um það sem maður er að safna í eða fallegum hlutum. Annars er helsti kosturinn við að búa til óskalista á pinterest að þá getur maður alltaf ýtt á myndina og farið beint að kaupa af listanum. 

Hérna getur þú skoðað listan minn, linkur hér https://pin.it/2t6cxDg

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍 Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Þér gæti einnig líkað við