Óskalisti fyrir heimilið

Hæhæ ! Nú erum við búin að búa í húsinu okkar í tæpt ár og mikið af gamla innbúinu okkar fylgdi með en inní nýjum heimilum passar endilega ekki allt það sem maður átti fyrir. Við erum aðeins að fara breyta heima á næstunni og erum til dæmis að fara rífa niður vegginn sem aðskilur stofuna & sjónvarpsholið. Með þessu stækkar alrýmið þar sem stofan og borðstofan er. Við ætlum svo að fá okkur stóran U sófa og gera kósý í “nýju,, stofunni. Hausinn fer auðvitað alltaf á fullt þegar maður er að fara breyta svo ég setti saman smá óskalista fyrir heimilið sem mig langaði að deila með ykkur.

1. Ótrúlega fallegir og kósý borðstofustólar sem fást hér

2. Okkur vantar svo vegglampa yfir hjónarúmið og ég er mjög skotin í þessum frá Frandsen, þeir fást hér

3. Ótrúlega flottur glerskápur sem væri fullkominn inní borðstofuna, fæst hér

4. Svo fallegar diskamottur frá Raw, fást hér

5. Ég er ástfangin af þessum kertadisk frá Broste Copenhagen ! fæst hér

6. Viðar fígúrurnar frá Lucie Kass hafa verið lengi á óskalistanum hjá mér, langar í allar ! Þær fást hér

7. Fallegir kökudiskar eru alltaf á óskalistanum en ég er mjög hrifin af Specktrum merkinu, diskurinn fæst hér

8. Svo ótrúlega fallegt sódavatnstæki frá Bubliq sem myndi prýða sig nokkuð vel í eldhúsinu mínu ! Fæst hér

9. Ég er búin að vera skoða sófa á fullu og ég er mjög hrifin af þessum úr Dorma, fæst hér

 

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

Instagram : anastasiaisey

 

Þér gæti einnig líkað við