Ofureinfaldur asískur réttur

Fljótlegur asískur réttur með fáum innihaldsefnum.

Við erum í smá átaki sem felst í því að elda meira heima og panta minna af skyndibita. Gengur mjög vel enn sem komið er, höfum minnkað skyndibitann töluvert. Mér finnst mjög gott að eiga til mat heima sem er mjög fljótlegt að gera svo við freistumst ekki til að panta mat. Tekur styttri tíma að elda þennan rétt, borða og ganga frá en að ákveða hvaðan við ætlum að panta mat liggur við.

Fyrir 2:
Hálfur pakki frosið Wok Mix
Ca. 100 grömm núðlur frá Thai Choice
Sósa að eigin vali.

 

  1. Grænmetið steikt á pönnu ásamt sósu.
    Við höfum prufað ostrusósu, hoisinsósu, sojasósu og sweet chilli sem bragðast allt mjög vel. 
  2. Sjóða núðlurnar og bæta þeim síðan við út á pönnuna.
  3. Sesamfræ stráð yfir.

Ótrúlega einfalt og fljótlegt.

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við