Nýtt hverfi, ný íbúð!

Við hjónin vorum að festa kaup á íbúð í Grafarholtinu og fáum við afhent 4. desember. Við erum búin að vera ansi dugleg í fasteignamálunum en við seldum íbúðina okkar í Blönduhlíð árið 2015, keyptum á Álftanesinu 2016 og vorum þar í tvö ár. Þegar við ákváðum að flytja til Barcelona settum við húsið þar á sölu og keyptum í staðinn íbúð í Safamýri til að leiga út á meðan við værum úti. Barcelona ævintýrið var styttra en við plönuðum og fluttum við aftur til Íslands núna í sumar. Við fórum fram og til baka með hvað ætti að gera við þessa íbúð í Safamýri, hvort við ættum að leiga hana lengur út, selja hana eða hvað. Lokaákvörðunin var að selja hana og vera því tilbúin ef það kæmi eign sem við vildum kaupa. Það var heldur betur góð ákvörðun því að nokkrum vikum síðar kom íbúð á sölu sem við kolféllum fyrir. Ég hef alltaf verið skotin í Grafarholtinu og kom þessi flotta íbúð á sölu í þessu flotta hverfi – engin umferðarhljóð, geggjaðar gönguleiðir við hliðiná og fallegt umhverfi. Við erum mjög spennt fyrir komandi tímum.

Mynd: Dh studio/Daníel

Við erum núna í litlum bústað í Hveragerði sem er með húsgögnum og öllu smádóti eins og í eldhúsinu. Allt sem við eigum er í geymslu. Við seldum þó og gáfum áður en við fórum út, sófann okkar, rúmið, borðstofuborðið, borðstofustólana og eitthvað fleira dót. Við þurfum því að kaupa ýmislegt fyrir nýja heimilið. Við keyptum síðustu helgi borðstofustóla, skrifborð og sófa. Það er búið að vera afsláttur í mörgum búðum og vildum við nýta hann, enda mikið sem þarf að kaupa og munar heldur betur miklu þegar um svona dýra hluti er að ræða. Sumir afslættir enduðu á mánudaginn en það er ennþá afsláttur til dæmis af sófum í Húsgagnahöllinni og af ýmsum vörum í Ilva.

Er mjög spennt að geta „búið mér til heimili“ aftur og geta verið með okkar dót. En það er ekkert sem þarf að gera í íbúðinni, það er nýbúið að taka eldhúsið í gegn sem og baðherbergið og nýtt parket allsstaðar. Við ætlum bara að mála þannig að við getum flutt eiginlega strax inn.

Ef þið viljið fylgjast nánar með þessu öllu er Instagramið mitt gudrunbirnagisla

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við