Það er algjör veisla á Netflix núna í desember og um jólin fyrir þátta og bíómynda aðdáendur. Það er margt í gangi og langar mig að deila því efni sem ég mæli með að horfa á í jólafríinu.
Wednesday
Ég hef alltaf elskað Addams fjölskylduna og Tim Burton. Það var því mikil spenna og gleði þegar ég sá tilkynninguna af þessum þáttum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Dark húmor, krimmi og yfirnáttúrlegt.
Imdb: 8,4
1899
Búin að horfa á fyrstu tvo þættina og þeir lofa góðu. Svipaður fílingur og af Dark þáttunum.
Imdb: 7,5
Emily in Paris
Sería tvö var að dettta inn. Ef þú ert ekki búin að sjá fyrri seríuna þá ertu heppin og hefur nóg að horfa á en þættirnir eru eins og nútíma Sex and the City.
Imdb: 6,9
Firefly Lane
Firefly Lane eru mjög kjút þættir um tvær stelpur/konur og vináttu þeirra. Sería tvö var að koma inn.
Imdb: 7,4
Glass Onion – A Knives Out Mistery
Spennt að sjá þessa en hún var að detta inn á Netflix. Fyrri myndin var skemmtileg en ég elska myndir með „ploti“. Fyrri myndin heitir einfaldlega Knives Out.
Imdb: 8,0
Enola Holmes 2
Ef ykkur vantar fjölskyldumynd til að horfa á þá mæli ég með þessari. Mér finnst þessi skemmtilegri en fyrri myndin. Ég og sjö ára gamla stelpan mín erum búnar að horfa á hana tvisvar.
Imdb: 6,7
The Crown
Þessi þættir ættu svo sem ekki að koma neinum á óvart en fimmta sería kom út núna í nóvember. Ótrúlega vel gerðir þættir með stóra sögu.
Imdb: 8,7
YOU
Mig langar að hafa þessa með en nýjasta serían kemur út í febrúar og mars. Tilvalið að horfa á hinar þrjár seríurnar í fríinu.
Imdb: 7,7
Ginny & Georgia
Ég hafði gaman af þessum. Sería tvö kemur út 5. janúar. Ef þú ert ekki búin að horfa á fyrri seríuna þá er tíminn núna.
Imdb: 7,4
Læt þetta duga í bili. Ætti að vera eitthvað fyrir alla á þessum lista.
Gleðilega hátíð og njótið.
xo
Instagram –> gudrunbirnagisla