Nýjar myndir heima

Við fluttum inn í nýju íbúðina okkar í byrjun desember og vorum við fljót að koma okkur ágætlega vel fyrir. Það eru samt alltaf einhver smáatriði sem fá að bíða og var gangurinn eitt af þeim atriðum. Við hengdum upp málverk hægra megin á ganginum og ætlum að kaupa einhverja flotta hillu til að hengja upp vinstra megin. En miðju veggurinn var meiri höfuðverkur því hann sést úr stofunni. Við vorum að pæla í fjölskyldumyndavegg með fullt af myndum eins og við vorum með í gamla húsinu okkar. Svo datt mér í hug að hafa bara fjórar stórar myndir og þetta varð útkoman. Ég pantaði myndirnar af Photobox í stærð A2 og keypti rammana í IKEA.

Myndir úr brúðkaupinu okkar urðu að sjálfsögðu fyrir valinu. Okkur finnst þetta koma mjög vel út og “stækkar” þetta stofuna heilmikið.

Þér gæti einnig líkað við