Nú er ég loksins orðin meistari!

Ég útskrifaðist með Bs í viðskiptafræði árið 2016 og tók þá ákvörðun að taka mér smá pásu frá skóla og fara út á vinnumarkaðinn. Ég sá það strax þegar ég var í viðskiptafræðinni að reikningsskil og endurskoðun heilluðu mig mikið og langaði mig einn daginn að fara í nám því tengdu. Árið 2019 tók ég þá skyndiákvörðun að skrá mig í master í reikningsskilum og endurskoðun (M.Acc) í Háskóla Íslands.

Ég viðurkenni að þetta var mjög erfitt á köflum! Fyrsta árið var ég ólétt, nýbyrjuð í fullu starfi hjá Deloitte og fullu námi. Seinna árið var ég með nýfætt barn að reyna að púsla öllu saman! Það var oft sem ég efaðist um sjálfa mig og langaði að hætta við allt saman en þrjóskan í mér og góður stuðningur frá mínum nánustu ýtti mér áfram í að klára!

Ég var ekki viss hvort ég ætlaði að halda upp á þann áfanga að ljúka náminu en mamma hvatti mig í að halda smá veislu. Ég bauð mínum nánustu heim til mömmu og pabba og mamma var svo yndisleg að græja allar veitingarnar. Hugrún Lea var með í veislunni og við gistum síðan öll yfir nótt. Þessi dagur var alveg fullkominn og ég skemmti mér ekkert smá vel!

Útskriftardressið og förðun

Kjóll: Boss búðin
Skór: Mango
Förðun: Bára Jónsdóttir (Instagram: barabeautymakeup)

Þið getið fylgst með mér á Instagram – asahulda

Þér gæti einnig líkað við