Nokkur ráð við svefnleysi

Ég er búin að vera að stríða við mikið svefnleysi undanfarna mánuði og var þar af leiðandi orðin vel langþreytt, svo ég brá á það ráð að leita til instagram fylgjenda mína og fá hjá þeim allskonar ábendingar um hvað gæti hjálpað manni að sofna á kvöldin og sofa betur yfir nóttina. Mig langar til að deila með ykkur þeim ráðum sem ég fékk þar sem ég veit að ég er ekki ein sem á við þetta vandamál að stríða:

  1. Taka inn Melatonin.
  2. Taka inn Magnesíum.
  3. Drekka SLÖKUN fyrir svefn (sem mér skilst að sé magnesíum í duftformi).
  4. Fara í göngutúr rétt fyrir svefninn.
  5. Hafa kalt í herberginu sem þú sefur í.
  6. Fara í heitt bað með lavender-olíu eða ilmkerti rétt fyrir svefn.
  7. Halda sömu svefnrútínu alla daga, líka um helgar.
  8. Engin skjátími a.m.k. klukkutíma fyrir svefn.
  9. Taka inn Sefitude frá Florealis sem eru náttúrulegar ólyfseðilsskyldar svefntöflur.
  10. Ekki æfa á kvöldin.
  11. Minnka koffín eða hætta því alveg og ekkert eftir 17 á daginn.
  12. Athuga hvort breytingaskeið geti verið að byrja?
  13. Sofna í “líkstöðu“.
  14. Gera öndunaræfingar.
  15. Athuga með þyngingateppi.
  16. Fara í dáleiðslu.
  17. Hlusta á podcastið “why we sleep” með Matthew Walker.
  18. Fara í kvöldsund.
  19. Skoða betrisvefn.is.
  20. Hugleiða.

Ég er nú þegar búin að tileinka mér tvö atriði á þessum lista og þar að auki eitt atriði sem er ekki á listanum. En í einu LOOK FANTASTIC beauty boxinu sem ég fékk var lítið sprey sem heitir “deep sleep pillow spray” og er frá It works. Ég byrjaði að spreyja þessu á koddann minn fyrir svefninn. En þar sem ég fékk bara prufu þá var ég að kaupa mér full size útgáfu af spreyinu áðan því ég er svo hrædd um að það klárist og ég hætti að geta sofnað aftur. Ég er með afsláttarlink fyrir ykkur á síðunni hjá þeim ef þið viljið prófa, þá bara farið þið HÉR inn og getið notað afsláttinn. Ég lækkaði einnig hitann í herberginu mínu og hélt sömu svefnrútínu um helgina eins og ég geri virka daga. Þessi þrjú atriði gerðu það að verkum að ég er búin að sofna mjög auðveldlega síðustu 6 nætur og náð að sofa alla nóttina. Ég er til dæmis tvisvar sinnum búin að ná að sofa í 8 tíma straight! Ég veit ekki einu sinni hvenær það gerðist síðast. Ég ætla nú ekki að vera of fljót á mér og segja að vandamálið sé leyst, en þetta lítur vel út allavega. Og ef svefnleysið bankar uppá aftur þá hef ég alltaf þennan lista til að kíkja á!

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við