New in frá New Look

Ég pantaði mér nokkrar flíkur frá New Look um daginn og langaði að sýna ykkur. Ég verslaði mér tvo kjóla, eina skyrtu og eina kápu. Allar flíkurnar smellpössuðu á mig og voru alveg true to size. Gæðin eru einnig mjög góð miðað við verð. Ég er með New Look appið í símanum mínum, því það er svo ótrúlega þægilegt að panta í gegnum það. Það var smá afsláttur þegar ég pantaði, en ég mæli einmitt með að fylgjast vel með í appinu því það eru mjög oft allskonar afslættir í gangi hjá þeim þar. Núna er til dæmis 70% afsláttur af mörgu hjá þeim. 

Svarti kjóllinn fæst HÉR

Ég sé að hann er kominn á enn meiri afslátt síðan ég verslaði og núna kostar hann einungis 9 pund!

Blágrái kjóllinn fæst HÉR

Kápan fæst HÉR 

Skyrtan fæst HÉR 

Sendingin tekur yfirleitt 5-7 virka daga, en gæti tekið aðeins lengri tíma þessa dagana vegna covid. Ef þú verslar fyrir 25 pund þá er sendingin frí. Greiðir þá aðeins fyrir tollmeðferðargjald og virðisaukaskatt þegar vörurnar mæta til landsins. 

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við