Myndrænt skipulag fyrir fataskápinn + Prent

Ég held mikið upp á myndrænt skipulag. Þegar ég skipulegg fötin í barnaherberginu þá vinn ég mikið með myndrænt skipulag. Mér þykir það rosa fallegt og hafa börnin gaman af því.  Mér finnst það auðvelda fyrir börnunum að finna það sem vantar. Einnig finnst mér það einfalda ferlið þegar kemur að því að ganga frá. Ég er líka ekki frá því að það hvetur börnin til að ganga snyrtilegra um 🥰

Ég útbjó límmiða sem ég lími á hvít box. Boxin eru frá Ikea og heita Skubb. Límmiðana prenta ég út á A4 blaði sem eru með lími öðrum megin. Ekkert mál að nota venjulegt A4 blað og nota síðan tvöfalt límband.

 Mér þykir þetta svo ótrúlega fallegt og gleður þetta alltaf mín augu þegar ég opna skápana 🥰

Það gleður mig alltaf svo mikið þegar þið sýnið límmiðunum áhuga. Ég lofaði að deila þeim með ykkur hér svo allir gætu prentað þá út sjálfir ❤️

Nú ættu allir að geta prentað þá út og gert fínt hjá sér 🖤

Vakna upp einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband 😊

Hef þetta ekki lengra 🖤

Þér gæti einnig líkað við