Ég pantaði mér um daginn myndabók frá Lalalab sem ég er svo ótrúlega ánægð með að mig langaði til að deila henni með ykkur. Eins og ég hef sagt svona sirka trilljón sinnum þá fórum ég og dóttir mín í 3ja vikna roadtrip til Ítalíu sumarið 2019 og tókum að sjálfsögðu ógrynni af myndum. Mig langaði að setja þessar myndir saman í myndabók til að eiga og fékk ég ábendingu um að Lalalab væri með app til að gera svona myndabækur svo ég ákvað að prófa. Það er einnig hægt að útbúa myndabækurnar hjá þeim í tölvu ef maður kýs það frekar, en ef þú ert eins og ég með allar myndirnar í símanum þá mæli ég með að sækja appið og útbúa myndabókina þar, það er mjög einfalt og þægilegt.
Þau eru með ágætis úrval af myndabókum sem maður getur notað, til dæmis eftir því hvernig maður vill hafa hana í laginu. Ég valdi að hafa mína bók ferkantaða (“square”) og hafði bæði tvær myndir á blaðsíðu og eina mynd á blaðsíðu. Bók eins og mín kostar 27,9 pund, en svo kostar um 0,7 pund að bæta við blaðsíðu. Ég bætti við slatta af blaðsíðum þar sem ég var með 200 myndir í minni bók. Sending til Íslands kostar svo hjá þeim 4,99 pund. Það leið rétt rúmlega mánuður frá því að ég pantaði bókina þangað til ég var komin með hana í hendurnar, en biðin var alveg klárlega þess virði. Svo er hægt að prenta svo margt annað hjá þeim, til dæmis myndir, box, segla, veggspjöld og striga.
Þú getur notað kóðann minn til að spara 5 pund af þinni pöntun. Kóðinn minn er PG8P16G4
Mig langar að taka það fram að þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi. Hins vegar fæ ég smá inneign hjá þeim í hvert skipti sem kóðinn minn er notaður. Takk fyrir að lesa