Merktar snuddur

Mér finnst alltaf svo gaman að sjá börn með merktar snuddur með nafninu sínu. Þegar við vorum búin ákveða nafnið á stráknum okkar fór ég að skoða á netinu hvar ég gæti fengið svoleiðis. Ég fann nokkrar síður á netinu sem bjóða upp á að merkja snuddur og varð norsk síða fyrir valinu. Mér finnst vera mjög  gott úrval af snuddum hjá þeim sem hægt er að merkja eins og maður vill. Ég valdi bæði MAM og Bibs snuddur. Hægt er að skoða síðuna HÉR. Afgreiðslan á pöntuninni minni var mjög hröð og var ég komin með vörurnar í hendurnar eftir rúma viku. Ég á klárlega eftir að panta fleiri snuddur frá þeim.

Þér gæti einnig líkað við