Mataræði á meðgöngu

Ég hef í mörg ár hugað vel að mataræðinu mínu og borðað hollan og góðan mat. Eftir að ég komst að því að ég væri ófrísk þá fór ég að huga enn betur að mataræðinu mínu þar sem það skiptir miklu máli bæði fyrir móður og barn að mataræðið sé næringarríkt og gott á meðgöngu. Ég hef mikið verið að deila mataræðinu mínu á Instagram og kem þar oft með hugmyndir að hollum og góðum máltíðum.

Fyrstu vikurnar á meðgöngunni átti ég erfitt með að halda mataræðinu alltaf góðu þar sem ég var með mjög mikla ógleði. Þetta tímabil reyndi ég að velja hollari kostinn en var þó mest að hugsa um það að ná að borða eitthvað yfir daginn. Ég tók strax út öll fæðubótaefni og einblíndi á næringarríkan mat, vítamín og fólinsýru.

Eftir að 12 vikur voru liðnar þá fór mér að líða mun betur og fór að geta borðað svipað og ég gerði áður. Ég hef vanið mig á það að fylgjast með mataræðinu mínu og að ég sé að borða nóg yfir daginn með því að skrá mataræðið mitt nokkurn veginn niður í My fitness pal. Eftir að ég varð ófrísk varð ég töluvert rólegri í því að þurfa alltaf að skrá allt niður sem ég borða, ég er meira að fylla þetta nokkurn veginn út til að fá hugmynd um hvað ég er að borða mikið og hvernig macros skiptist hjá mér. Talað er um að konur þurfi ekki að auka hitaeininganeysluna mikið á fyrstu 2 þriðjungunum og er ég því að borða frekar svipað og ég gerði áður nema ég bæti við um 200-300 hitaeiningum við hvern dag eins og mælt er með á öðrum þriðjungi.

Mig langaði að sýna ykkur hvernig hefðbundnar máltíðir eru í mínu mataræði á meðgöngunni.

Morgunmatur

  • Berjaboozt og grillaðar flatkökur með léttum smurosti og kjúklingaáleggi
  • Hafragrautur með kanil, hnetusmjöri og möndlumjólk. Toppa þetta vanalega með banana eða epli
  • Overnight hafra/chia grautur með möndlumjólk, smá steviu, hnetusmjöri og berjum

Millimál um morguninn

  • Grísk jógúrt með kaffi og súkkulaði bragði og hálfur banani
  • Skyr og hálfur banani
  • Ab mjólk með múslí og hálfum banana

Hádegismatur

  • Kjúklingur, grjón, steikt grænmeti og Peri Peri sósa frá Nandos
  • Ommeletta með kjúklingaáleggi, grænmeti, fetaosti, ristað brauð og avocado
  • Grillað brauð með avoccado, kjúklingaáleggi og tómötum og scrambled egg

Millimál eftir hádegi

  • Hleðsla og flatkökur með kjúklingaáleggi
  • Hrökkbrauð með smjöri, kjúklingaáleggi og eggi
  • Flatkökur með avocado, kjúklingaáleggi og eggi

Kvöldmatur

  • Kjúklingaréttur, grænmeti og grjón
  • Soðin ýsa, með kartöflum, tómatsósu og grænmeti
  • Lax, guacamole og sætar kartöflur
  • Kjúklinga tortilla með grænmeti, salsa sósu og sýrðum rjóma
  • Kjúklingapasta með fullt af grænmeti og fetaosti

Ég er mjög dugleg að sýna frá mataræðinu mínu á Instagram og koma með hugmyndir að máltíðum.
Ef þið viljið fylgjast með eða sjá uppskriftir þá mæli ég með að fylgjast með þar!

Þér gæti einnig líkað við