Marsbitar eru æðislegir rice krispies bitar sem eru einfaldir en jafn framt öðruvísi heldur en allir þessir klassísku bitar sem ég hef gert.
Það skiptir ekki máli hvort ég geri þá fyrir heimboð, afmæli eða tek með mér á hittinga – þeir klárast alltaf strax.
Það er eitthvað við Mars súkkulaðistykkið sem gerir þá svo mjúka og góða.
Uppskriftin er sára einföld.
-Ég geri oftast tvöfalda uppskrift til að eiga nóg.
4 stk Mars
90gr Smjör
60gr Rice Krispies
100gr Suðusúkkulaði
Aðferð
Bræðið Mars og smjör í potti við vægan hita og hrærið þangað til þetta hefur blandast fullkomlega saman.
Takið þá pottinn af hellunni og hellið yfir rice krispies í skál, blandið vel.
Setjið í mót sem búið er að klæða með bökunarpappír og kælið.
Bræðið suðusúkkulaði og setjið yfir kalda blönduna, kælið áfram þar til súkkulaðið hefur harnað.
Skerið í bita og njótið.
Þar til næst ?
-Sandra Birna
Þið finnið mig á instagram undir sandrabirna