Loop eyrnatappar

Ég hef alla tíð átt frekar erfitt með allskonar umhverfishljóð og óþarfa hljóð. Það hefur svakaleg áhrif á einbeitninguna mína, jafnvel bara í því að halda samræðum. Ég var lengi búin að vera að fylgjast með loop eyrnatöppum á instagram og skoða heimasíðuna þeirra oft. Í nóvember síðastliðinn lét ég svo loksins verða af því að kaupa þá og sé svo sannarlega ekki eftir því.

Ég nota eyrnatappana í allskonar aðstæðum, í vinnunni, heima, í heimsóknum, í verslunum og á djamminu. Í fyrstu fannst mér smá skrítið og óþæginlegt að heyra meira í sjálfri mér, en það vandist fljótt og ég tek t.d. ekkert eftir því þegar ég er á hávaðasömum stöðum. Ég náði líka í fyrsta skipti í langan tíma að njóta mín á djamminu með vinkonum mínum, þar sem ég var ekki búin á því af öllum hávaðanum.

Það eru til nokkrar gerðir af eyrnatöppunum, en ég valdi mér Loop Engaged Plus. Þeir eru hannaðir með það í huga að fólk geti haldið samræður og heyrt í mikilvægum hlutum í kringum sig, en á sama tíma aðeins minnkað áreitið. Þau lækka hljóðin um 16 db og síðan fylgir mute hringur sem hægt er að bæta inn í og lækka þannig um 5 auka db.

Með heyrnatólunum fylgir lítið box og sílíkon tappar í stærðum xs, s, m og l og þykkari tappar í stærðum s, m, l. Einnig fylgir mute hringurinn með Plus gerðinni. Ég nota xs stærðina, en ég er líka með rosalega lítil eyru. Ég hef aldrei geta notað heyrnatól sem eru í eyrum, þar sem eyrun mín eru svo lítil, en þetta smellpassar.

Eftir að ég keypti mér þessi heyrnatól hafa alveg nokkrir í kringum mig keypt sér þau líka og líkað vel við þau. Þetta munar mikið bæði í vinnu, skóla og bara almennt, fyrir fólk sem truflast auðveldlega eða þarf einfaldlega að minnka aðeins við áreitið á sig. Hér er hægt að skoða eyrnatappana.

Ég vona innilega að þetta muni gagnast fleirum jafnvel og mér!

Takk fyrir lesninguna!

Freydís

Þér gæti einnig líkað við