Ég var að fá í hendurnar Október áskriftarboxið mitt frá LOOK FANTASTIC. En eins og ég skrifaði í þessari færslu HÉR þá er ég í beauty box áskrift hjá þeim og fæ í hverjum mánuði box með allskyns snyrti- og förðunarvörum.
Mig langar til að sýna ykkur hvað var í Október boxinu. Boxin hafa öll eitthvað sérstakt þema, og þemað í Október var “Retreat” sem gæti þýst á íslensku sem “dekur”. Það eru sex vörur í boxinu og eru þær um 60 punda virði samtals. Ég setti link á þær vörur sem ég fann á síðunni, en sumar vörurnar fann ég ekki og þá fer linkurinn bara með ykkur beint á síðuna fyrir vörumerkið.
Glov hair wrap (lítið höfuð handklæði)
ECOOKING nætur fótakrem
BY TERRY varasalvi
Starskin augnmaski
Bubble T baðsalt
Balance Me serum
Ég er í 12 mánaðar áskrift sem endurnýjast alltaf að sjálfu sér, en ég get sagt henni upp hvenær sem er. Mánuðurinn kostar 13 pund og að auki þarf ég að greiða um 1500 kr á pósthúsinu þegar ég sæki boxið. En vörurnar í boxunum eru oft um 50-80 punda virði samtals svo að þetta er gjöf en ekki gjald. Eins finnst mér mjög gaman að fá mini útgáfur af sumum vörum, þá getur maður prófað ýmislegt og séð hvað maður fílar. Ég hef einmitt svo keypt hjá þeim full size vöru sem ég fékk prufu af í boxi því ég fílaði hana svo vel.
Ef þið notið þennan link HÉR til að skrá ykkur í áskrift eða versla eitthvað á Look fantastic þá fáið þið 5 punda afslátt.
Takk fyrir að lesa