Lítil Asos pöntun

Ég pantaði mér tvo hluti á ASOS í byrjun mánaðarins og fékk loksins sendinguna í gær. Ég ákvað að panta ekki hraðsendingu í þetta sinn þar sem mér lá ekkert á því að fá vörurnar. Það tók um 2 vikur fyrir sendinguna að koma til landsins.

Mig langaði í einhverja þægilega inniskó (svona töflur) og litla cross-over body tösku fyrir Ítalíu ferðina okkar Elínar. Ég var búin að sjá VERSACE JEANS INNISKÓ á geðveikt góðu verði inná Asos sem ég bara varð að eignast, svo ég ákvað að reyna að finna mér bara litla tösku fyrir ferðina þar líka, fyrst ég var að versla af þeim á annað borð.

Inniskórnir eru alveg svartir, með upphleyptu Versace Jeans merkinu. Ég pantaði mér nr 37 (en oftast nota ég skó nr 37,5-38) og þeir passa mér fullkomlega. Mér finnst oft að maður geti haft svona inniskó í aðeins minna númeri, og sérstaklega núna þar sem ég mun sennilega nota þessa mest án sokka. Þeir eru ótrúlega þægilegir og þar sem þeir eru svartir þá ganga þeir við allt. Það voru til fleiri litir en ég ákvað að vera bara frekar „save“ með svarta.

Svo keypti ég litla ADIDAS CROSS-OVER BODY TÖSKU. Taskan er í fullkominni stærð, passar akkúrat fyrir síma, kort/pening og lykla. Það er svo pirrandi að vera með alltof stóra tösku þegar maður er að túristast út um allt. Eins er hún ekki úr svona gervi leður/plast efni eins og flestar mínar töskur sem ég á fyrir eru og er mjög óþægilegt að vera með á sér í miklum hita. Þetta er hin fullkomna ferðalaga taska!

Skórnir kostuðu 55,30 EUR og taskan 23,5 EUR þannig að samtals voru þetta 78,80 evrur sem gera 11.045 íslenskar. Svo þurfti ég að borga 3.567 kr þegar sendingin kom til landsins.

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við