Litað loft?

Nú erum við komin á þann stað í ferlinu að ákveða og panta allt innan í húsið. Ég var alltaf búin að sjá fyrir mér hvíta veggi og hvítt loft en á síðustu heimilum okkar erum við búin að vera mikið með gráa veggi og marga dökka. En húsið sem við erum að byggja er með svakalega lofthæð á efri hæðinni, efsti punktur er tæpir 5 metrar. Dekkri loft eru að verða meira sýnilegri og finnst mér það mjög skemmtilegt, ef það er rétt gert. Útaf hæðinni þá höfum við alveg efni á því að hafa lit á loftinu án þess að „minnka“ rýmið. Við erum að gæla við það að hafa dekkra loft á efri hæðinni sem er þá stofa, borðstofa, eldhús og smá hol og gangur. Hvernig útfærslan verður er alls ekki ákveðið, og kannski fer ég bara aftur í hvítan. Við ætlum að hafa dúk í loftinu útaf hljóðvistinni en það er hægt að fá þannig í fullt af litum. En við höfum smá tíma til að hugsa þetta.
Læt nokkrar myndir fylgja með svo þið sjáið þetta betur fyrir ykkur.

xo

Instagram –> gudrunbirnagisla

Tengdar færslur:
Byrjað að reisa húsið
Innblástur fyrir baðherbergin í U106
Byggingarleyfi komið í hús

Þér gæti einnig líkað við