Leikvellir í uppáhaldi

Nú þegar sumarið er komið þá finnst mér tilvalið að henda í eina svona færslu. Við erum mikið úti á sumrin og skoðum skemmtilega staði. Okkur finnst gaman að finna nýja leikvelli og er það ákveðið misson hjá okkur þegar við förum út. Mig langaði að deila með ykkur þeim stöðum sem við höldum mest uppá 🙂

Víðistaðatún í Hafnarfirði
Ótrúlega fallegur garður sem við höldum mikið uppá. Get ekki beðið eftir betra veðri og fara þangað í lautarferð. Flott grillaðstaða þarna og leiksvæði fyrir börnin. Uppfært: Búið er að taka svæðið smá í gegn og komið æslabelgur 😊

      Rútstún í Kópavogi

Leikvöllurinn er flottur þarna og með stórum fótboltavelli. Sundlaugin er hliðina á og síðan er hoppubelgur rétt hjá í Hamraborg. Uppfært: Búið er að taka kastalann í gegn og er þetta by far besti leikvöllurinn sem ég hef séð. Einnig er búið að bæta við drykkjarvask til að svala þorstanum.

 

Klambratún
Einn af okkar uppáhalds leikvöllum.

 

Hljómskálagarðurinn
Leiksvæðið þarna er mjög flott, bæði ungbarnaróla og trampólín. Klárlega þess virði að kíkja þangað 🙂

 

Bjössaróló í Borganesi
Skyldustopp þegar þið farið í Borganes. Algjört ævintýraland 🙂

Næst á dagskrá er að fara uppí Mosó og skoða Ævintýragarðinn. Það er nýlega búið að byggja kastala þar og síðan eru allskyns klifurtæki og þrautir.

Þér gæti einnig líkað við