LASIK – Mín reynsla

Núna eru tvö ár síðan ég fór í laser augnaðgerðina – Lasik hjá Sjónlagi, það er líka hægt að fara hjá Augljós. Ég þekki nokkrar sem fóru í aðgerðina hjá Sjónlagi því var það fyrir valinu. 
Til þess að geta farið í svona aðgerð þarf sjónin manns að vera orðin stabíl og standast augnskoðun sem er framkvæmd áður en maður fær aðgerða tíma. Ég mæli innilega með að fólk taki með sér sólgleraugu í þennan skoðunar tíma þar sem maður fær augndropa sem láta augnopið alveg opnast sem gerir það að verkum að öll birtan fer í augun á þér, mjög óþægilegt sérstaklega þegar það er bjart. Hefði viljað vera látin vita af því að taka sólgleraugu og jafnvel derhúfu í þennan tíma en það er látið mann vita af því fyrir aðgerðina sjálfa.

Ég fór í aðgerðina mína í maí 2020 og er svo fegin að hafa fengið að fara þrátt fyrir að faraldur væri að byrja. Aðgerðinni var frestað nokkrum sinnum og fór síðan í hana tveimur mánuðum seinna en planið var. Fyrir aðgerðina mátti ég ekki nota linsur í ákveðið langan tíma svo ég þurfti að vera með gleraugun mín allan þennan tíma til þess að geta farið í aðgerðina ef það væri leyft. Það var pínu þreytt þar sem ég var vön að vera alltaf með linsur, hef aldrei náð að venjast því að vera með gleraugun sjálf. Útaf þessum covid töfum þá þurfti ég að fara aftur í augnskoðunina fyrir aðgerðina til þess að vera viss um allt væri eins og það ætti að vera fyrir aðgerðina. Það stressaði mig samt svo mikið, því ég varð svo hræddum að það mætti ég ekki fara í aðgerðina. En allar þær áhyggjur voru af ástæðulausu og ég fékk að fara í aðgerðina eins og planað var. 

Aðgerðin sjálf var mikið auðveldari en ég hafði ímyndað mér. Aðgerða dagurinn byrjaði á augnskoðun, eftir hana tók kona á móti mér og fór með mig í biðstofuna fyrir aðgerð þar fékk ég kæruleysislyfin ásamt poka með augndropum og gleraugum til að sofa með auk miða með leiðbeiningum því maður man ekkert með kæruleysislyfjum. Stuttu eftir að ég var búin að taka kæruleysislyfin þá kom læknirinn og heilsaði upp á mig áður en hann myndi síðan taka á móti mér í aðgerðinni. Síðan beið ég í lazy boy stól með teppi á meðan kæruleysislyfið var að byrja að virka. Síðan kemur konan aftur og labbar með mér á skurðstofuna. Þar fékk ég tvo stress bolta til að halda í og kreista mjög þæginlegt að geta haldið í eitthvað á meðan maður liggur undir risa laser. Á meðan aðgerðinni stóð þá var þessi yndislega kona að strjúka mér af og til á fætinum þegar hún sá að mér liði eitthvað illa, það var mjög gott að vita að maður sé ekki einn þar sem maður tekur ekki eftir fólkinu sem er inni því maður er að horfa inn í þessa risa laser græju.

Aðgerðin sjálf var mikið minna mál heldur en hafði ímyndað mér en ég átti að horfa inn í laserinn og vera með kjurr og opin augu – gæti verið að það hafi verið gert eitthvað til að aðstoða með það ég get bara ekki munað það kæruleysislyfin klárlega að virka haha. Maður finnur alveg fyrir lasernum en það er meira eins og mikill þrýstingur á augað og er mjög stuttur tími, læknirinn taldi bara niður fyrir mig og það hjálpaði mikið þá leið þetta ekki eins yfirþyrmandi, síðan bara næsta auga og svo búið.
Um leið og ég var sest upp sé ég allt öðruvísi en ég var vön að vera nærsýn, en beint eftir aðgerðina sá ég vel langt frá mér en allt í móðu nálægt mér.  Konan hjálpar mér síðan fram og minnir að ég þurfi að bíða eitthvað smá eftir aðgerðina en mátti samt biðja um að láta sækja mig strax. Ég hringdi og þá hafði ég verið búin alveg klukkutíma fyrr heldur en þau voru búin að gefa upp svo Hermann var bara heima. Svo meðan ég beið þá rölti ég bara niður í bakarí í Glæsibæ sem er í byggingunni hliðina á. Ég setti bara á mig sólgleraugun og að labba á kæruleysislyfjum er mjög skrítið, það gekk alveg upp ég náði að kaupa mér eitthvað gott bókað snúð, hver elskar ekki snúð. Síðan sest ég bara niður í bakaríinu meðan ég bíð eftir Hermanni og man bara hvað ég alveg út úr kortinu – rosa sljó. Var mjög þreytt og sljó í bílnum, ég fór bara beint upp í rúm. Það er ráðlagt manni að fara að sofa beint eftir aðgerðina sem ég ætlaði aldeilis að gera en einhver hluta vegna þá gat ég ekki sofnað – mögulega hefði ég þurft sterkari kæruleysislyfja skammt. Þannig ég lá bara upp í rúmi mjög illt í augunum því allar bólgurnar að koma eftir aðgerðina. Þannig ég var bara bíða eftir að ég mætti setja deyfidropanna aftur í augun. Endaði með því að ég hringdi í tengdó og fékk hana til að koma yfir að hjálpa mér því ég gat ekki lesið á hvaða augndropa ég ætti að nota eða hvað mikið, eftir það leið mér mikið betur.  Ég þekki alveg þó nokkra sem hafa farið í þessa aðgerð og hafa öll sofnað leið og þau fóru upp í rúm og fundu ekki fyrir þessum verkjum eins og ég. Þannig þetta hefur greinilega verið tilfallandi.
Strax um kvöldið sá ég mjög vel og var eiginlega í sjokki hvað ég sá vel. Eftir aðgerðina var ég alveg vel bólgin í kringum augun en svo sem ekki við öðru að búast.

Daginn eftir fór ég síðan í sjónmælingu og hún gekk mjög vel og var kominn með 100% sem gerist ekki mjög oft yfirleitt tekur það smá tíma en maður fer síðan aftur í mælingu nokkru eftir og þá eru flestir komnir með nálægt 100% sjón. 

Fyrir aðgerðina var ég með mínus -2,5 sem er ekkert rosalegt en ég þurfti samt alltaf að vera með linsur eða gleraugun þó ég gæti alveg bjargað mér heima án þeirra. Eftir aðgerðina sé ég fullkomnlega og betur heldur en ég gerði nokkurn tíman með lisnunum mínum. Ég var í sjokki að það væri hægt að sjá svona vel! Alltaf þegar við erum að horfa yfir útsýni man ég sérstaklega eftir því að ég hafi farið í þessa aðgerð og þakklát fyrir að sjá svona vel því ég sé allt og lengst í burtu. Já ég gleymi því að ég hafi þurft linsur og gleraugu daglega, ég sé það vel í dag!
Alveg magnað að geta farið í aðgerð og öðlast fullkomna sjón, því finnst mér magnað að sjúkratryggingar aðstoði ekki við greiðslur á þessum aðgerðum eða öðru sem tengist augum. Það virðist gleyma að þetta er svo mikilvægt skynfæri, sem með þessari aðgerð eða hjálpartækum geti hjálpað manni að sjá margfalt betur. 

Síðan var mælt með því að nota augndropa í ákveðinn tíma eftir aðgerðina og eftir þörfum og alls ekki nudda augun. Ég á núna alltaf augndropa og finn aldrei fyrir þurrki í augunum líklegast því ég var mjög dugleg að nota augndropanna eins og þau mældu með.

Þegar ég fer í aðgerðina 2020, þá kostar hún 490.þúsund krónur sem ég þurfti að borga sjálf. Ég fór síðan með kvittunina til stéttarfélags og fékk 15 þúsund króna styrk sem ég þurfti að borga skatt af. Það er mismunandi eftir hvað stéttarfélagi maður er hjá hvort þau styrki til augnaðgerðina/ gleraugnakostnaðar eða þess háttar en munar um það.
Þrátt fyrir að ég hafi borgað svona mikið fyrir aðgerðina sé ég ekki eftir krónu, þetta er þess virði!  Fyrir utan það þá borgar maður alveg slatta til að kaupa linsur eða gleraugu og öllu því sem fylgir. 

Vonandi hafi mín upplifun hjálpað ykkur að átta ykkur á hvernig aðgerðin fer fram og þurfið vonandi ekki að mikla þetta fyrir ykkur. Ég hef bara góða reynslu af þessari aðgerð og svo þakklát fyrir að hafa geta farið í hana.

Takk fyrir að lesa – þangað til næst
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Instagram
Tiktok
Youtube

Þér gæti einnig líkað við