Við erum boðin í brúðkaup í lok maí og er ég svo spennt að ég er farin að skoða kjóla til að klæðast. Mér finnst úrvalið af fallegum kjólum í mínum stærðum, XL (44-46), ekki vera nægilegt hér á landi og leita því á netið.
Ég hef alltaf ákveðið snið í huga en finnst gaman að skoða allskonar kjóla og opna á möguleikann á að kaupa mér eitthvað öðruvísi. Ég ætla að deila með ykkur nokkrum hugmyndum af kjólum sem mér finnst fallegir og koma til greina. Eins og er þá finnst mér besta úrvalið á shein.com. Ég ætla að sýna ykkur hérna nokkra kjóla sem koma til greina.
Þetta snið og þessi kjóll er eitthvað sem er týpískt fyrir mig að kaupa, þæginlegt og klæðanlegt. Það er hægt að skoða þennan kjól hér.
Þessi kjóll er síðari, með hærra hálsmál og ermalaus. Ég er yfirleitt ekki í svona síðum kjólum, þar sem eg er aðeins 163 cm á hæð, en mér finnst þessi svo sumarlegur og sætur. Það er hægt að skoða þennan kjól hér.
Þessi er í svipuðu sniði og sá fyrsti, en er eitthvað skotin í þessu satin efni. Það er hægt að skoða þennan kjól hér.
Þessi er með aðeins öðruvísi hálsmál, elska litinn á honum og hann lítur út fyrir að vera rosalega þæginlegur. Það er hægt að skoða þennan kjól hér.
Þessi er rosa svipað snið og þessir hér að ofan, en slaufu detailið að framan og gatið gerir hann extra sætan. Það er hægt að skoða þennan kjól hér.
Mig hlakkar til að panta þá og fá eitthvað af þeim í hendurnar, en ég er ekki alveg búin að ákveða hvaða kjóll eða kjólar verða fyrir valinu. Ég mun sýna frá því á instagram þegar sendingin kemur.
Takk fyrir að lesa!